Saga - 1965, Page 5
Bjöm Þorsteinsson:
Islands' og Grœnlandssiglingar Englendinga
á 15. öld og fundur Noröur'Ameríku
Fomt vandamál — nýjar rannsóknir.
Árið 1962 komst fundur Norður-Ameríku talsvert á
dagskrá sökum fornminjarannsókna Helge Ingstads og
íslendinga á Nýfundnalandi. Þeir atburðir vöktu nokkra
athygli víða um lönd, en eigi hafa endanlegar niðurstöð-
ur borizt, þegar þetta er ritað. Annar atburður, sem
gerðist suður á Spáni 1956, hefur einkum verið umhugs-
unarefni fræðimanna, sem fást við rannsóknir á siglinga-
og landfundasögu Norður-Atlantshafs á miðöldum. 1
skjalasafni í Simanca fann bandarískur prófessor, L. A.
Vigneras, bréf, sem enskur kaupmaður, John Day, ritar
spænskum aðalsmanni, en sá tignarmaður er talinn hafa
verið enginn annar en Kristófer Kólumbus. Bréfið er
ódagsett, en það er sennilega skrifað nálægt áramótum
1498. Þar greinir Day frá ferðum John Cabot’s sumarið
áður, og segir þá m. a.: „Það er álitið öruggt, að höfð-
ann, sem gengur af fyrrgreindu landi (þ. e. því, sem
Cabot sigldi til), hafi menn frá Bristol fundið og upp-
götvað ’en otros tiempos’ en þeir fundu Brazil, eins og
yðar náð er fullkunnugt. Það var nefnt Brazil-eyja, og
bað er álitið og því er trúað, að það sé meginlandið, sem
Bristolmenn fundu"1) Menn frá Bristol hafa því ’en
otros tiempos’ siglt til landanna, sem Cabot kannaði
sumarið 1497 eða til Nýfundnalandssvæðisins. Flestir telja
að það orðasamband merki „í gamla daga“ eða „áður fyrr“
(sjá nánar bls. 57).
D J. A. Williamson, 213.