Saga - 1965, Page 6
4
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Þetta skjal er einhver merkasta uppgötvun, sem gerð
hefur verið í landfundasögu Norður-Ameríku á þessari
öld. John Cabot, hinn viðurkenndi finnandi þess heims-
hluta, sigldi frá Bristol í landkönnunarferðina 1497, en
menn frá þeirri borg höfðu þá stundað siglingar til Islands
í allt að 80 ár. Ýmsir hafa leitt getum að því, að eitthvert
samband væri milli Islandsferða þeirra og landafunda
Cabot’s, en sönnunargögnin skortir. Nú er það hins vegar
skjalfest, að menn frá Bristol hafa þekkt Nýfundnaland,
áður en Cabot sigldi þangað. Þessi vitneskja hefur leitt
til þess, að helztu sérfræðingar í þessum þætti sögunnar
hafa tekið fræði sín til endurskoðunar. Auðvitað hefur
fundur skjalsins ekki vakið jafnmikla eftirtekt og forn-
minjarannsóknirnar á Nýfundnalandi. Þó er hann meira
virði fyrir sögu okkar en örugg, norræn skálarúst frá því
um 1000 á Nýfundnalandi. Grænlendinga saga og aðrar
íslenzkar heimildir sanna fullkomlega, að Islendingar og
Grænlendingar fundu lönd í Norður-Ameríku og sigldu
þangað nokkrum sinnum á áratugunum um 1000. Einnig
sanna íslenzkir annálar, að Grænlendingar sigldu til Mark-
lands á fyrri helmingi 14. aldar. Hins vegar hefur skort
tengslin milli landafunda Islendinga og Grænlendinga,
Marklandssiglinga þeirra, og atburða landfundatímans
á síðasta áratug 15. aldar. Það er brot úr hinum glataða
hlekk atburðakeðjunnar, sem kemur í dagsljósið í bréfi
J. Days.
Vigneras skrifaði smágrein í The Hispanic American
Historical Review 1956: New Lights on the Cabot Voy-
age to America. Ég las greinina í Þýzkalandi 1959 og hélt
síðan uppi fyrirspurnum um nánari tíðindi af málinu hja
kunningjum mínum á Englandi, en það birtust engar frek-
ari rannsóknir um skeið. Með málvísindalegri aðstoð Spán-
verjans Romeros, sem dvaldist hér langdvölum 1960 bseði
við nám og kennslu, setti ég saman stutta grein um fund
Norður-Ameríku á 15. öld, og birtist hún í Andvara haustið
1961. Þegar ég sótti Andvaraheftið í bókabúð Menningar-