Saga - 1965, Page 7
lSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
5
sjóðs, kom ég við á Landsbókasafni. Þá var nýkomið þang-
að septemberhefti The Geograpical Journal 1961, en það
hafði m. a. að geyma grein eftir D. B. Quinn: The Argu-
ment for the English Discovery of America between 1480
and 1494. Þar var birt ljósmynd af skjalinu frá Simanca,
textaskýringar og hugleiðingar um efnið. Það kom á dag-
inn, að ég hefði betur þekkt þessa ritgerð, þegar ég samdi
Andvaragreinina, og hinn enski vísindamaður hefði einnig
getað grætt á fræðum mínum. Nú fékk ég þau tíðindi frá
Englandi, að hinn frægi enski sagnfræðingur, J. A. Willi-
amson, væri að endurskoða fyrri verk sín um John Cabot,
og bráðlega væri væntanleg ný bók eftir hann um siglingar
Cabot-feðganna.
J. A. Williamson er mér vitanlega einhver helzti sér-
fræðingur núlifandi í sögu enska flotaveldisins. Hann gaf
út fyrsta rit sitt um Cabot árið 1929: The Voyages of the
Cabots, en það rit er ýmsum kunnugt hér á landi. Hann
hefur bók sína á köflum úr Grænlendinga sögu, þá koma
útdrættir úr tollaskýrslum, sem sýna viðskipti manna frá
Bristol við Islendinga á 15. öld, og klausur úr landfræði-
ritum 15. aldar, en meginefnið eru skjöl og frásagnir um
þá feðga John og Sebastian Cabot.
í bæklingi, sem Williamson samdi um Cabots-vanda-
málið 1937x) segir hann m. a.:
„Fyrir meira en 25 árum hafði höfundur kvers þessa í
huga að semja kennslubók um vöxt enska heimsveldisins,
(The British Expansion) og áleit þá æskilegt, að í upphafi
ritsins væri vikið að landafundum þeirra Cabots-feðga í
Norður-Ameríku á dögum Hinriks VII. Þar eð hann vissi
ekkert um þá annað en nöfnin, þá lagði hann leið sína dag
nokkurn í British Museum. Þar ætlaði hann að slá upp í
riti einhvers sígilds höfundar, sem um þá hefði fjallað, og
vitna í nokkrar staðhæfingar hans. Það fór meira en ein
1) The Voyages oí John and Sebastian Cabot; The Historical
Association, London 1937, 3.