Saga - 1965, Page 8
6
BJÖRN ÞORSTEINSSON
dagstund í leitina að upplýsingum um þá feðga. Hún varð
að þriggja ára starfi, og árangurinn varð bók gjörólík
þeirri, sem upphaflega var fyrirhuguð. Samt sem áður var
bókin borin fyrir tímann, og höfundurinn var hvergi nærri
ánægður með hana. Frá því að þetta gerðist, hefur hann
lesið og hugleitt efnið rækilegar og skrifað um það, en
hann er ekki svo hégómlegur að álíta, að þar með sé vanda-
málið leyst. í raun og veru er Cabot-gátan enn óráðin, og e.
t. v. finnst ráðningin aldrei. 1 því liggja töfrar hennar.
Leitin, sem átti að taka eina dagstund, varð að ævilöngu
tómstundagamni og kom leitandanum í hóp Cabotsdýrk-
enda, sem telja um 500 manns víðs vegar um heim og hafa
með sér óbundinn félagsskap án stjórnar og félagaskrár.
Þeir skiptast á bréfum, og stöku sinnum birta þeir skoð-
anir sínar á vandamálinu opinberlega í bókum og tímarit-
um. Yfirleitt þá rökræðum við skynsamlega og á grund-
velli einhverra heimilda, en forðumst þann svikafróðleik
og samvizkuleysi, sem einkennir óvaldari trúflokka eins og
dýrkendur Shakespeare’s og Bacon’s. En ég verð að viður-
kenna, að við sannfærum sjaldan hver annan, og við höfum
miklu fremur ánægju af leiknum en sigrinum.“
Ég kann ekki gleggri lýsingu á vandamálinu, sögu sigl-
inganna til Norður-Ameríku á 15. öld, en hér kemur fram.
Þar hefur til þessa fátt verið öruggt í fræðunum.
Hið nýja rit Williamson’s kom út haustið 1962 og nefn-
ist The Cabot Voyages and Bristol Discoveries under
Henry VII. Þar tekur hann landfundasögu Norður-
Ameríku á 15. öld enn einu sinni til endurskoðunar og
eykur fornt heimildarmagn nýfundnum skjölum. Ritið
kemur þessum þætti landfundasögunnar á nýtt stig, án
þess þó að þar sé að finna endanlega afgreiðslu mála.
Þess verður eflaust langt að bíða, að í ljós komi jafn-
mikilvægar heimildir um hið forna vandamál, bæði fom-
leifar og skjöl, eins og þær, sem rekið hefur á fjörur fræði-
manna á síðustu árum. Árið 1960 hóf Helge Ingstad