Saga - 1965, Page 9
ISLANDS- OG GEÆNLANDSSIGLINGAR
7
sldpulega leit að víkingaaldarminjum á ströndum Norður-
Ameríku og rakst á rústirnar við Sacred Bay á Nýfundna-
landi sumarið 1961. Rannsókn þeirra mun varla leiða neinn
nýjan sannleika í ljós um úthafssiglingar á miðöldum.
Sama er að segja um Þjóðhildarkirkju, en rústir hennar
fundust í Brattahlíð sama ár. Sá fundur leiddi ekki í ljós
nein ný sannindi um Atlantshafssiglingar, en hann hratt af
stað auknum fornminjarannsóknum á Grænlandi, og þær
gætu leitt fram nýjar staðrejmdir um það er lýkur. Á
síðasta ári birtust tvö rit, sem fjalla rækilega um sigling-
ar og landafundi á Norður-Atlantshafi á miðöldum. Annað
er eftir Kanadamanninn Tryggva J. Oleson: Early Voyages
and Northern Approaches 1000—1632, og er það fyrsta
bindi í miklu fyrirhuguðu ritsafni um sögu Kanada. Þar
eru landnám íslendinga á Grænlandi og landafundir þeirra
í Vesturheimi teknir til allrækilegrar meðferðar frá rót-
um. Tryggvi var af íslenzk-norskum ættum og vel fær í ís-
lenzku máli. Hann hafði góða þekkingu á íslenzkum heim-
ildum og hafði kynnt sér til hlítar það, sem hér hefur verið
á bækur fest um þessi efni, þar á meðal af Jóni Dúasyni.
Tryggvi er fyrsti vísindamaðurinn, sem tekur verk Jóns
til meðferðar hleypidómalaust, en af heldur mikilli trú-
girni. Verk Jóns hafa goldið þess, að þau voru tengd mál-
sókn, sem hlaut að mistakast, eins og til hennar var stofn-
að. Rök hans fyrir því, að Grænland hafi verið íslenzk
nýlenda og þess vegna ættum við íslendingar rétt til yfir-
ráða á Grænlandi, fá ekki staðizt. Hins vegar eru rann-
sóknir hans á landkönnun og landnámi forfeðra okkar fyr-
ir vestan haf góðra gjalda verðar, eins og þekkingu manna
á forsögu Eskimóa á Grænlandi og Kanada er háttað. Jón
heldur því m. a. fram, að Grænlendingar hafi setzt að í
útverum norður og austur í óbyggðum Grænlands; þang-
að hafi þeir m. a. leitað undan eignarrétti grænlenzku
kirkjunnar, sem sölsaði undir sig mestallar fasteignir í
landinu á 13. öld. 1 verstöðvum var jafnan nokkur skortur
á kvenfólki, og er því líklegt, að vermenn hafi leitað vin-