Saga - 1965, Page 10
8
BJÖRN ÞORSTEINSSON
fengis við Eskimóa, sem urðu þar næstu nágrannar
þeirra. Þannig á ný veiðiþjóð að hafa orðið til, og hún
dreifðist smám saman um Grænland, Baffinsland og norð-
austur Kanada. Þetta er ekki ný kenning, því að Vilhjálm-
ur Stefánsson komst að svipuðum niðurstöðum, eftir mann-
fræðirannsóknir sínar á Eskimóum í Norður-Kanada
(Victoria Island). Þessi kenning er studd líkum, en ekki
er hún einhlít til skýringar á endalokum Grænlands-
byggðar.
Þjóðrembingsstefnur birtast oft í skoplegum myndum.
Fyrir ekki ýkja löngu þótti það góð latína að telja ís-
lenzkar fornsögur fornnorskar eða gamalnorskar (gammel-
norsk). Nú þykir það ekki verra vísindamál að nefna
hina fornu Grænlendinga Norðurbyggja (Nordboere).
Þetta furðulega orðskrípi skartar í dönskum og skandina-
viskum bókum um sögu Grænlands, en Islendinga er þar
að fáu getið. Villa Jóns Dúasonar og Tryggva Olesonar
er litlu betri. Þeir kenna hina fornu Grænlendinga við Is-
land, en íbúar Grænlands nefndust Grænlendingar að
fornu. Þjóðir af tveimur óskyldum kynþáttum hafa byggt
Grænland síðustu þúsund árin. Sú, sem rakti ættir til
íslands, nefndi það Grænland og sig Grænlendinga. Menn-
ing hennar leið undir lok, og menning Eskimóa varð ein-
ráð í landinu. Um sunnan- og vestanvert landið nefndu
þeir sig og nefna enn í dag Kalatdlit(a) og land sitt
Kalatdlit Nunat eða Land Kalatdlita. Það er í rauninni
hið rétta nafn á jöklaeyjunni miklu í dag. Það er ekki full-
víst, hvernig orðið Kalatdlit er til komið eða hvað það
merkir, en þetta nafn hafa Eskimóar á Suður- og Vestur-
Grænlandi valið sér til aðgreiningar frá öðrum þjóðum, m.
a. öðrum kynþáttum Eskimóa, sem nefna sig yfirleitt
Inuit eða Menn. Grænlendingar hinir fornu nefndu Eski-
móana Skrælingja, og verður þeirri nafngift haldið hér
sem miðaldanafni.
Bók Tryggva er vont fræðirit. Það er áróðursrit, sem
flytur skoðanir og kenningar, sem hvíla oft á veikum for-