Saga - 1965, Page 14
12
BJÖRN ÞORSTEINSSON
landssiglingarnar eru mestu siglingaafrek evrópskra sæ-
fara á miðöldum.
Þótt Norðmenn og Islendingar væru einkum í förum á
trans-atlantik-línunni, þá var hún ekki ókunn öðrum þjóð-
um. Þannig er líklegt, að stjarnfræðingurinn Nicholas frá
Lynn hafi náð til Grænlands um 1361, en sennilega á
norsku skipi.
Um 990 finna víkingar Norður-Ameríku (Helluland,
Markland, Vínland) og fara þangað nokkrar könnunar-
ferðir af Grænlandi. I öruggum heimildum er síðast getið
um Marklandsleiðangur af Grænlandi árið 1347.
Svo virðist sem allreglubundin kaupsigling hafi verið
milli Noregs og Grænlands fram undir miðja 14. öld, þegar
Svarti dauði geisaði í Evrópu. Eftir það verður samband
Grænlendinga við umheiminn slitróttara. Síðustu Græn-
landsförin, sem öruggar heimildir greina á miðöldum,
koma til Noregs 1410. Þau flytja ekki nein voveifleg tíð-
indi af Grænlandi, að því er bezt verður séð; þar virðist
allt hafa verið með felldu.
Á árunum 1585—87 stýrði Englendingurinn John Davis
þremur leiðöngrum með ströndum Vestur-Grænlands. Þar
fann hann einungis Eskimóa fyrir. Islenzk bændamenning
á Grænlandi var úr sögunni.1)
3) Tímahvörf verða í siglingasögu Norður-Atlantshafs
á fyrstu áratugum 15. aldar, er Englendingar hefja sigl-
ingar til íslands. Þeir lögðu þar ekki á nýjar leiðir, heldur
sigldu þeir í kjölfar Norðmanna og Islendinga, en þeir
breyttu magni og að nokkru leyti markmiði siglinga á
þessum slóðum. Á 14. öld höfðu rúmlega 10 skip gengið
árlega milli Noregs og Islands, þegar bezt lét, en venju-
lega voru þau helmingi færri og stundum ekki mörg.
Englendingar höfðu tugi skipa í árlegum förum milU
1) G. J. Marcus. The first English Voyages to Iceland, — The Marin-
ers’ Mirror, L. 164, 1958, 1—6; — Asgaut Steinnes: Ein Nordpolseks-
pedisjon ár 1360, sérpr. úr „Syn og Segn“ 1958; H. Ingstad: Landet
under Leidarstjemen, 165, 168.