Saga - 1965, Page 15
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 13
íslands og Englands. Enski Islandsflotinn virðist hafa tal-
ið allt að 100 skip, þegar bezt blés á 15. öld.
Norðmenn höfðu einungis siglt til verzlunar og í stjórn-
málaerindum til Islands. Englendingar sóttu hingað aðal-
lega til fiskveiða. Þeir tóku fyrstir þjóða að sækja á mið
víðsfjarri heimahöfnum. Frá Englandi lagði ný stétt
manna á úthafið, fiskimennirnir. Þeir höfðu margir alizt
að miklu leyti upp á skipsfjöl og voru úrvals sjómenn.
Williamson heldur því fram, að kaupmenn hafi verið
framtakssamir og hugkvæmir landkönnuðir á úthafinu, en
fiskimenn hafi verið andstæða þeirra. látið stjórnast af
vana og ekki verið uppnæmir fyrir nýjungum (The Voy-
ages, 1929, 130). Hann telur það skipta miklu máli, að
kaupmenn frá Bristol sigldu til Islands, af því að margir
þeirra hafi verið fróðleiksfúsir og líklegir til þess að spyrja
uppi og hagnýta sér landaþekkingu Islendinga, en tekur
hins vegar dæmi af því, hve fiskimönnum hafi verið ósýnt
um landkönnun við Nýfundnaland á 16. öld. Nú er flest
sífelldum breytingum háð, stéttir manna engu síður en
annað. Kjör fiskimanna versnuðu á 16. öld, af því að fram-
leiðsla þeirra féll í verði miðað við flestar aðrar vörur á
alþjóðlegum markaði. Einnig urðu þá skarpari skil milli
kaupmennsku og fiskveiða en verið hafði á 15. öld einkum
við Norður-Atlantshaf. Fiskiskipin, sem sigldu til íslands
á 15. öld og reyndar talsvert fram eftir 16. öldinni, voru
verzlunarduggur, stunduðu verzlun samhliða fiskveiðum.
Þessum farkostum, mörgum 25—50 tonn að stærð, var
stjórnað af djörfum ævintýramönnum, sem voru fúsir að
sækj a á nýjar slóðir. Þannig voru það ekki enskir kaup-
menn, heldur fiskimenn, sem sigldu fyrstir til Islands, og
þeir munu einnig hafa orðið fyrstir Englendinga til þess
að stýra skipum til Grænlands og Kanada. Snemma á 15.
öld verður sérstök farmannastétt í hafnarborgum Eng-
lands; verzlunarduggararnir ensku voru nýir menn meðal
evrópskra sæfara og ruddu Englendingum leiðir til landa,
sem þeir höfðu aldrei áður litið handan úthafsins.