Saga - 1965, Síða 17
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
15
einmöstruðum knerri, en það er ærið vafasamt, að hann
hefði náð heim aftur. Island var svo kunn staðreynd
í landafræði Vesturlanda á síðari hluta miðalda, að
enskir sæfarar hafa ekki fyrst fengið fregnir af tilvist
þess hjá Norðmönnum um 1400 og hraðað sér hingað
norður við tíðindin. Enn síður munu hrakningar hafa
fyrst beint þeim brautina hingað yfir hafið eins og vík-
ingum forðum daga. Við höfum engar fregnir af því,
hvernig þá bar hingað fyrst, en sennilega hafa norskir
eða íslenzkir leiðsögumenn verið á fyrstu skipunum eða
Englendingar, sem farið höfðu hingað í könnunarferðir
með norskum eða íslenzkum skipum. íslenzkir annálar
geta þess, að útlendir kaupmenn hafi haft vetursetu í
Vestmannaeyjum 1396. Þá eiga að liggja þar sex skip.
Orðið útlendur mun merkja hér utanríkismaður. „Þessir
útlendu kaupmenn virðast eftir málvenju þeirra tíma
hljóta að hafa verið frá öðru landi en Noregi", segir Jón
Jóhannesson (S. Isl. II, 158), og hafa þeir þá annaðhvort
verið Englendingar eða Þjóðverjar. Árið 1402 flytur far-
maður með sér skæða drepsótt til landsins, Pláguna miklu.
Um þær mundir er ekki vitað til þess, að skæð drepsótt
geisi á Norðurlöndum, en skömmu áður herjaði pest í
Lundúnum. Af þeim sökum telja sumir, að skipið hafi
komið af Englandi, en skipstjórinn, Einar Herjólfsson,
hefur sennilega verið norskur farmaður. Verið getur, að
með honum hafi verið enskir menn, þótt skipið hafi komið
af Noregi. Enskar heimildir greina, að Englendingar hefji
siglingar hingað til lands um 1408, en íslenzkar um 1412.
Það kemur því vel heim, að þeir hafi tekið að kynna sér
century inventories and expense accounts. But the most notable
advance of all was in respect of ships design and rigging. From
now on, at least on the East Coast of England, the two-masted ship
began to supplant the old, single-masted type of vessel.” — Bréflegar
vpplýsingar mér veittar. Sjá einnig: W. Laird Clowes: History of
the Royal Navy I 1903, 340; — G. S. Laird Clowes: Sailing Ships 1932,
S6; — D. Burwash: English Merchant Shipping 1460—1540 1947, 82,
81 o. áfr.