Saga - 1965, Page 19
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 17
undir miðja 14. öld, og um þær ferðir var Islendingum
vel kunnugt. Grænland var alþekkt staðreynd í landafræði
dansk-norska ríkisins við upphaf 15. aldar, meira að segja
sæmilega staðsett á landabréf, sem sennilega er gert
suður í Róm á 3. áratug aldarinnar (A. A. Björnbo: M.
G. XLVIII, 1912).
Sumir fræðimenn hafa það fyrir satt, að Englendingar
hafi siglt til Grænlands öðru hverju á 15. öld (Helge
Ingstad, Gwyn Jones o. fl.). Tryggvi Oleson telur hins
vegar, að Englendingar hafi lítt stundað ferðir þangað
á því tímabili, heldur hafi Björgvinjarmenn haldið uppi
siglingum til Grænlands „meginhluta 15. aldar“ (116),
en allar líkur mæla gegn því.
Aðalheimildir um siglingar til Grænlands á miðöldum
eru íslenzk og norsk miðaldarit, einkum íslenzkar forn-
sögur og annálar, nokkur skjöl, en auk þess vitna forn-
leifar um tengsl Grænlendinga við hið íslenzk-norska
menningarsvið á tímabilinu frá því á 10. öld og fram á
14. öld a. m. k. Yngstu fornleifar, sem tímasettar verða,
eru klæðnaður, sem fornfræðingar telja, að sverji sig í
ætt til 15. aldar, jafnvel miðrar aldarinnar. Þar er um
alþjóðlegt vestur-evrópskt tízkusnið að ræða, sem sann-
ar ekki samskipti Grænlendinga við neina sérstaka þjóð.
íslenzkir miðaldaannálar eru höfuðheimildin um Græn-
landssiglingarnar, en síðasta annálnum lýkur árið 1430.
Hann geymir síðustu frásagnirnar um Grænlandsferðir
(1406—10). Eftir 1430 semja Islendingar engin sagn-
fræðirit í rúma öld. Það er því á annað hundrað ára eyða
í þær heimildir, sem mestar upplýsingar veita um sigl-
ingar til hinna fjarlægu byggða handan Grænlandsjökuls.
— Björn Jónsson á Skarðsá (d. 1655) er einn af fyrstu
annálahöfundum íslenzkum eftir siðaskipti. Um 1640 skrá-
ir hann þá sögn, „að nú í manna minnum vottaði Jón
Grænlendingur, er lengi var með þýzkum kaupmönnum
af Hamborg“, að hann hefði hrakið þrisvar með þeim
til Grænlands. Eitt sinn bar þá þar að eyju og gengu
2