Saga - 1965, Page 20
18
BJÖRN ÞORSTEINSSON
á land. „Þar fundu þeir einn dauðan mann, er lá á grúfu;
hann hafði hettu á höfði vel saumaða, en klæði bæði af
vaðmáli og selskinni. Hjá honum lá tálguhnífur boginn
og mjög forbrýndur og eyddur."1)
Jón Grænlendingur mun sennilega hafa sagt sögu sína
á síðari hluta 16. aldar, en hún er studd af Hamborgar-
annál Bernds Gyseke’s, sem segir frá því, að 1537 og
1539 hafi fslandsför frá Hamborg hrakið til Grænlands,2)
og oftar munu slíkir atburðir hafa gerzt.
íslendingar námu Grænland og rituðu mest um sögu
þess. Þegar fræðimenn á íslandi tóku sér hvíld frá störf-
um, hurfu Grænlendingar úr sögunni. Þögn heimilda um
siglingar til Grænlands og atburði þar á 15. öld sannar
ekkert um það, að þjóðin hafi einangrazt og glatazt úr
iandafræði Vesturlanda. Heimildirnar þagna, en rás at-
burðanna hefur haldið áfram með einhverjum hætti.
Fram um 1400 höfðu Grænlandssiglingar verið þáttur
í sögu þeirrar ríkisheildar, sem íslendingar voru hluti
af og skrifuðu um manna mest. Hjá þeim höfðu skipa-
komur og siglingar verið stórtíðindi, sem annálaritarar
skrásettu kirfilega. Sama er að segja um Hamborgarann
Bernd Gyseke (d. 1542), sem skrásetti markverð tíðindi
í borg sinni, meðan hann var á dögum. Enskir sagnarit-
arar voru hins vegar hugbundnari stórpólitík og styrj-
öldum en því, hvort einhver Jón Jónsson hreppti haf-
villur og rataði á ókunnar slóðir, sem höfðu lítið stjórn-
málagildi, eins og sakir stóðu. Þess er því alls ekki að
vænta, að William af Worcester hafi gert sér mikið far
um að grafast nákvæmlega eftir því, hvert kaupmenn
í Bristol héldu skipum sínum, sérstaklega þegar þeim
var ekki ávallt mjög útbær fróðleikur um þau efni. G.
Jones staðhæfir í bók sinni, The Norse Atlantic Saga,
að kaupmenn frá Bristol hafi haldið leyndum löglausum
1) G. H. M. III, 513.
2) Lappenberg: Hamburgische Chroniken in niedersáchsischer
Sprache, Ilamburg 1861.