Saga - 1965, Side 21
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
19
Grænlandsferðum sínum á 15. öld (bls. 3). Þetta er
djörf ályktun án rökstuðnings, en heimildir sanna, að
þeir og aðrir enskir sæfarar voru ekki ávallt mjög sann-
sögulir um ferðir sínar; þess vegna hefur G. Jones senni-
lega rétt fyrir sér.
Kaupmönnum utan dansk-norska ríkisins voru bönnuð
öll bein viðskipti við skattlönd norsku krúnunnar á 15.
öld. Til íslandsferða þurftu slíkir menn að afla sér sér-
stakra leyfa; Englendingar urðu að komast yfir slíkar
heimildir bæði hjá Dana- og Englandskonungum. Björg\ún
í Noregi var aðalverzlunarstöð (stapula) skattlandsverzl-
unarinnar í norska ríkinu, og þangað var öllum frjálst að
sigla til kaupa á afurðum skattlandanna. Enskum Islands-
förum láðist löngum að kaupa sér siglingaleyfi, en höfðu
í frammi ýmsa klæki, þegar þeir komu til Englands með
afla sinn. Þannig staðhæfir kaupmaður í Boston árið 1430,
að Björgvin sé á íslandi, og kaupmenn í Bristol fræða
tollverði borgarinnar á því árið 1461, að þrjú sannan-
leg íslandsför komi frá Björgvin.1) Þegar kaupmenn
gripu til slíkra ráða varðandi siglingar til íslands, þá
er ekki að vænta, að þeir hafi fjölyrt um það, þótt þeir
skryppu stöku sinnum til Grænlands.
Björn á Skarðsá segir, að margir ætli, að Englendingar
verzli við íbúa Gunnbjarnarskerja (þ. e. Eskimóa á Aust-
ur-Grænlandi; Angmagssalik?). „Hafa menn og séð, að
þangað í hafið hefir siglt stórt skip seint á sumri, og
aldrei meira til sézt. Er og því síður hafís að óttast sem
hður á sumar og kemur í ágústmánuði. Eingelskir verða
hérum þrísaga eður meir; þó hafa þeir nökkurir látizt
segja í trúnaði, að einn engelskur herramaður hefði eyj-
nrnar með allra stærstu leynd og væri svo til sett, að
fólkið skyldi taka þá alla, sem þar kæmu og það gæti
við ráðið, svo enginn kæmist brott frá að segja, því þeir
1) P. R. O., Mem. R., E. 159/207, 9. H. VII, bl. 19; — E. 122/19/1;
E- Carus-Wilson: O. T. B„ bls. 125 og 215.