Saga - 1965, Page 22
20
BJÖRN ÞORSTEINSSON
segja þetta bezta pláss og vilja gjarnan halda, meðan
geta."1)
Þessi sögn hefur gengið á íslandi um 1600 eða við
upphaf hvalveiðitímans. Verið getur, að hún hafi ekki
haft við mjög mikið að styðjast, en sýnir þó glöggt, að
jafnvel þá hafa íslendingar þá reynslu af sæförum, að
þeir láti ekki ávallt allt uppi um ferðir sínar.
Beinar ótvíræðar heimildir um siglingar Englendinga
til Grænlands á 15. öld mun sennilega seint reka á fjörur
sagnfræðinga, og enn síður mun koma í dagsljósið eitt-
hvað það, sem sannar, að þeir hafi ekki komizt þangað
fyrr en á 16. öld. Um þetta efni verða menn enn um
skeið að álykta út frá líkum, en þær verður að vega og
meta gaumgæfilega.
Komust enskir íslandsfarar hjá því að hrekjast til
Grænlands á 15. öld?
Landfundir á Norður-Atlantshafi eru upphaflega tengdir
hrakningasögum; víkinga hrakti fyrst til íslands, Græn-
lands og Kanada. Islandsför frá Hamborg hrekur til
Grænlands, og 1406 hrekur íslandsfar þangað, eins og
íslenzkir annálar greina.2) Englendingar stýra sennilega
um tíu sinnum stærri flota en Norðmenn gerðu nokkru
sinni norður til Islands á 15. öld og höfðu lengsta útivist.
Norðmenn og Islendingar sigldu milli landa á sumrum, en
Englendingar lögðu yfirleitt úr höfn í Islandsferðirnar í
febrúar og marz og komu aftur í ágúst og september.
Þótt þeir stýrðu betri og fullkomnari sjóskipum en Norð-
menn gerðu venjulega, þá teldist það til meiri háttar
kraftaverka, ef þeir á þúsundum sjóferða norður yfir hafið
hefðu ekki hrakizt öðru hverju undir strendur Grænlands.
Við eigum engar áreiðanlegar heimildir um Grænlands-
hrakninga frá tímabilinu 1410 til 1587, en á þessu 127
1) G. H. M., I, 127—28.
2) G. H. M., III, 34, 40.