Saga - 1965, Page 23
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 21
ára tímabili sigla stærri flotar til íslands en nokkru
sinni fyrr og síðar, þangað til á 19. öld. Samkvæmt öllum
líkindareglum ætti Englendinga því að hafa borið margoft
undir Grænland á 15. öld, en líkindi eru ekki einhlít sönn-
unargögn því miður.
1 sögu landfundanna skipta siglingar Bristolmanna
hingað norður mestu máli. Það er enn óráðin gáta, hvaða
leið þeir sigldu, hvort þeir héldu norður Irska hafið eða
vestur um Irland með viðkomu í Galway, en það atriði
skiptir nokkru máli, segir J. A. Williamson í bók sinni
um siglingar Cabot’s (bls. 13). Ýmis veigamikil rök virð-
ast mæla með því, að Bristolmenn hafi valið syðri leiðina,
en skip á þeirri leið hafa átt fremur á hættu að hrekja
undan veðrum til Grænlands eða jafnvel enn lengra vestur
á bóginn en þau, sem þræddu norður með ströndum Austur-
Irlands og lögðu á hafið við Suðureyjar eða norður af
Orkneyjum. Menn í Bristol áttu mikil skipti við íra, en
nær eingöngu um sunnan- og vestanvert landið: Water-
ford, Youghal, Cork, Kinsale, Limerik og Galway. Þessar
voru aðalverzlunarhafnir þeirra, en undan ströndum
stunduðu þeir fiskveiðar í stórum stíl. Borgir á Norður-
Irlandi höfðu lítil skipti við Bristol. Skotar lágu oft fyrir
skipum, sem hættu sér um sundið norður úr Irska hafinu.
Forn siglingaleið Bristolmanna lá því vestur um Irland;
þar voru þeir kunnugir, en auk þess voru allmiklar sam-
göngur milli Galway og Spánar og Portúgals. Það lá því
alþjóðleg siglingaleið vestur um Irland, en ekki norður
Irska hafið, svo að vitað sé.1) — Á austurströnd Eng-
lands taka nær allar hafnarborgir norðan frá Berwick og
suður til Lundúna meiri og minni þátt í Islandsferðum,
°g einnig fjöldi borga um Suður-England, Cornwall og
Bristolflóa, en norðan flóans á vesturströnd landsins er
engra borga getið við löngu sjóferðina norður Atlantshaf.
1) E. M. Carus Wilson: The Overseas Trade of Bristol, Studies
English Trade in the Fifteenth Century, London 1933, 192—96.