Saga - 1965, Síða 24
22
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Ef fjölfarin siglingaleið hefði legið um Irska hafið, þá
er harla sennilegt, að borgir eins og Liverpool og Lan-
caster hefðu tekið einhvern þátt í þeim. Kaupmenn frá
Coventry gerðu út til Islands bæði frá Bristol og Hull,
en hefðu sennilega leitað útgerðarhafna við írska hafið,
ef íslandsför hefðu lagt þar leið sína norður.
Um eða eftir miðja 15. öld liggur íslandsfar frá Sout-
hampton við Isle of Scilly (Scylly-eyju) og beið byrjar í
mánuð. Þaðan sigldi það til Cork á írlandi, þótt því gæfi
byr til íslands.1 Skipið hefði sennilega getað siglt sama
byr bæði austur og vestur um írland, svo að þessi staður
sannar ekkert ákveðið um siglingaleiðina annað en það,
að íslandsför frá borgum á suðurströnd Englands munu
hafa siglt vestur um Cornwall á leið sinni hingað norð-
ur. Hafi þau lagt leið sína suður um írland, þá er líklegt,
að Bristolskipin hafi einnig siglt þá leið. Sæfarar hafa
löngum reynt að hafa samflot, og er þess oft getið um
ensku íslandsfarana. í febrúar 1484 býður Richard III t.
d. íslandsförum úr héruðunum Norfolk og Suffolk að safn-
ast saman í Humbrumynni og bíða þar skipa frá Hull, sem
verði þeim til verndar (D. I. XVI, nr. 235).
Árið 1486 kemur a. m. k. eitt Islandsfar frá Bristol
við í Galway á leiðinni heim. I tollaskýrslu borgarinnar
frá þessu ári segir m. a., að skipið Trynete de London
hafi komið frá íslandi 18. sept. Það er fermt skreið, laxi,
brennisteini, vaðmáli, söltuðum húðum og írsku líni
(D. I. XVI, nr. 27). Línið, húðirnar og jafnvel laxinn
sannar, að skipið hefur komið við á Irlandi. Árið 1532
kæra Hamborgarar Englendinga fyrir margs konar of-
beldisverk unnin á Islandi, og fjallar ein kæran um sjó-
rán í Hafnarfirði. Þar lenti Hansakuggur frá Hamborg
þann 1. maí 1486, en á Straumsvíkinni, næstu höfn fyrir
sunnan Hafnarfjörð, lá skipið ‘Vighe’ frá London. Um
1) P. R. O., Early Chancery Proceedings, C. 1/48/278; og C. i/43/275,
— D. I. XVI, nr. 149 og 150.