Saga - 1965, Page 25
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 23
nóttina réðust Englendingamir á Vighe á Hansafarið,
tóku það herskildi og 11 menn af áhöfninni og sigldu
með fenginn til Irlands. Þar seldu þeir herfangið og fang-
ana nafngreindum mönnum í ‘Galwage’ eða Galway (D. I.
XVI, nr. 294). Samkvæmt tollaskýrslunni hét skipstjór-
inn á ‘le Trynete’ Thomas Sutton, en kaupmenn eru
nefndir Th. Grafton og Joh. Butteler. t kæruskjalinu nefn-
ist skipstjórinn á Vighe Thomas Suttin, en meðal kaup-
manna eru taldira ‘mester Grafftun’ og Jon Buteler. Hér
mun því vera um eitt og sama skip að ræða, þótt nafn
þess hafi misgengizt.
J. A. Williamson bendir á, að vafasöm heimild um ævi
Kólumbusar staðhæfi, að hann hafi siglt til Islands 1477,
og önnur telji, að hann hafi komið til Galway (The Cabot,
13). Hafi Kolumbus komið til Islands, þá hefur hann senni-
lega siglt á skipi frá Bristol um Galway.
I Bibliotheca Ambrosiana í Mílanó er varðveitt kort
af eyjunni Fixlanda (Islandi) og sýnd afstaða hennar til
Irlands og Illa verde (Grænlands) eða eyjar suðvestur
af Fixlanda. ísland er sýnt allt of sunnarlega á korti
þessu miðað við Irland eða vestur af norðanverðu írlandi,
og llla verde nær lengra suður en Eyjan græna.. Kort
þetta mun enskt að uppruna og sýnir talsverða staðaþekk-
ingu á íslandi. Erfitt mun að ákveða aldur þess, en yfir-
leitt mun það talið frá síðustu áratugum 15. aldar.1)
Landaskipan kortsins bendir fremur til þess, að Eng-
lendingar hafi siglt syðri leiðina. Þess ber einnig að
oiinnast, að Kristján I Dana konungur segir í bréfi 23.
á&úst 1458 til de Colonna kardínála, að ísland liggi um-
£irt höfum gegnt Stórbretlandi.2) Verið getur, að menn
Lafi almennt álitið, að Island lægi sunnar en það gerir í
raun og veru, eftir að hinar miklu siglingar Englendinga
hófust hingað út á 15. öld.
' 1) A. A. Björnbo: Cartographia Groenlandica 1911, M. G. XLVIII, 125.
2) D. I. v, nr. 155; ’islandia cum vadis circumferatur maritimis ex
°PPosito Britannie maioris scilicet Anglie situetur’.