Saga - 1965, Page 28
26
BJÖRN ÞORSTEINSSON
siglt með Engelskum í Gunnbj arnarsker. Þar fröktuðu þeir.
Síðast fóru þeir með tvo báta að skeri nokkru og hlóðu
annan með geirfugl, en annar báturinn lagði inn á vog
nokkurn; „vildu á land til fugla, en þá var vogurinn full-
ur með þorsk. Þeir festu bátinn, meðan þeir hlóðu hann
með fisk“ (G. H. M., I, 126—27). Fleiri sagnir fjalla um
fiskgengd við Austur-Grænland. Þótt ekki sé mikið leggj-
andi upp úr þeim, þá geta þær varðveitt sannleikskjarna.
Á 15. öld hafa Eskimóar verið dreifðir um austurströnd-
ina, og við þá hafa farmenn getað haft einhver skipti.
Síðar mun ísinn hafa vaxið svo mjög við Austur-Græn-
land, að Eskimóarnir einangrast þar og deyja nær al-
gjörlega út nema við Angmagssalik-fjörðinn.
Þótt sæförum hafi verið kunnugt um Austur-Grænland,
þá er ekki þar með sagt, að þeir hafi lagt skipum sínum
fyrir Hvarf, ef þeir hafa ekki vitað um byggð handan jökl-
anna. Islendingar vissu um Gunnbjarnarsker, Grænlands-
óbyggðir, í nærfellt eina öld, áður en þeir lögðu í land-
könnunarferð vestur um Hvarf. Eiríkur rauði sigldi þá
leið fyrstur manna, svo að vitað sé. Það nægðu ekki haf-
villur, heldur þurfti sérstakan leiðangur til þess að upp-
götva, að Grænland var byggilegt. Það er ekki mjög lík-
legt, að enskir Islandsfarar hafi á fyrstu þremur fjórð-
ungum 15. aldar lagt í slík ævintýr án einhverrar vitneskju
um mannabyggð og vonar um verzlun og viðskipti. Annað
varð uppi síðast á öldinni, þegar landaleitir voru komnar á
dagskrá í Evrópu og þar á meðal í Bristol. Það er því ekki
ófróðlegt að athuga, hvort íslendingar hafi menntað hina
ensku gesti sína í landafræði á 15. öld.
Skipti Englendinga viö íslenzka Grænlandsfara og
höföingja á fyrri hluta 15. aldar.
„Sú staðreynd, að kaupmenn frá Bristol verzluðu við
Island, vekur mikilvæga spurningu. Sumir kaupmenn
þeirrar borgar á 15. öld voru menn víðsýnir og höfðu vak-
andi áhuga á öllu, sem laut að landafræði og sjóferðum,