Saga - 1965, Page 29
ÍSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 27
en á íslandi gafst þeim kostur á að fræðast um Grænland
og lönd Ameríku þar fyrir handan. En gerðu þeir það?
Það er sennilegt, en við höfum engar beinar heimildir
fyrir því. Vitneskjan um löndin í vestri var lifandi þekk-
ing fámennrar stéttar á íslandi, þeirra sem varðveittu
og afrituðu sögurnar. En sagan um löndin í vestri og
suðri hlýtur að hafa verið alkunn í einhverri mynd ó-
læsum strandbyggjum, sem Englendingar hafa óhjá-
kvæmilega skipt við. Okkur er hins vegar ókunnugt, að
menn frá Bristol hafi átt nokkurt andlegt samneyti við
þá fáu, sem þekktu texta sagnanna, en það virðist mjög
sennilegt, að þeir hafi heyrt getið um Markland og Vín-
land og e. t. v. vestlæg fiskimið, sem Islendingar þurftu
ekki að sækja sjálfir. Þótt slíkar sagnir væru bæði þoku-
kenndar og óáreiðanlegar, hafa þær verið ævintýramönn-
um forvitnilegar.“
Þannig farast J. A. Williamson orð í riti sínu um sigl-
ingar þeirra Cabot-feðga (bls. 13—14). Það er mikilvægt,
að fá fram mat hans á gildi þess fróðleiks, sem íslend-
ingar gátu miðlað enskum sæförum. Eftirleikurinn er
auðveldur. Nægar heimildir fjalla um samskipti Englend-
inga og íslenzkra lærdómsmanna, höfðingja leikra og
lærðra. og Grænlandsfara. Enskir kaupmenn áttu mikil
skipti við íslenzka höfðingja, af því að þeir áttu skreið-
ina, sem Englendingar sóttust eftir, og keyptu af þeim
varninginn. Grænland hefur einnig verið alþekkt stað-
reynd á Islandi á 15. öld, svo að Englendingum hefur
staðið til boða fróðleikur um það í hverri krummavík,
ef þeim hefur hugkvæmzt að spyrja heimamenn um landa-
skipan í vestri.
Sumarið 1412 verða íslendingar varir við framandi
skip austur af Dyrhólaey að sögn íslenzkra annála. Það
ár kom ekkert skip af Noregi til Islands, og siglinga-
tregða hafði ríkt um alllangt skeið, svo að fátt hefur
Þótt meiri tíðindum sæta en hafskip við strendur lands-
ins. En þetta skip lagði ekki að landi, svo að íslendingar