Saga - 1965, Page 32
30
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Þar hafði löngum verið aðalverzlunarhöfnin við sunnan-*
vert ísland, en skipalægi er þar slæmt og opið fyrir haf-
átt. Ríkarður hélt aftur austur undir Eyjafjöll, steig
þar á skip sitt og sigldi vestur með ströndinni. Hann
lagði ekki að landi við Eyrar, eins og leyfi hans bauð,
heldur hélt hann vestur um Reykjanes, inn Faxaflóa og
varpaði akkerum á Hafnarfirði,1) sem er ein af beztu
höfnum við ísland frá náttúrunnar hendi. Hafnarfjarðar
er aldrei getið sem verzlunarstaðar fyrir 1413, svo að Rík-
arður hefur auðsæilega aflað sér mjög greinagóðra upplýs-
inga um hafnir við Island og eflaust margt annað. Senni-
lega hefur íslenzkur hafnsögumaður stýrt skipinu með
ströndum fram. Hafnarfjörður varð síðan önnur aðalbæki-
stöð Englendinga við Island um hundrað ára skeið. Eftir
skamma kaupstefnu í Hafnarfirði lét Ríkarður í haf, og
með honum sigldu fimmmenningarnir, sem dvalizt höfðu á
íslandi um veturinn. Leiðangur Ríkarðs til íslands árið
1413 markar tímamót í sögu Islendinga og siglinga á Norð-
ur-Atlantshafi. Sigling hans með ströndum fram sýnir, að
hann stýrir fulllcomnara sjóskipi en áður hafði sézt við
Island, svo að vitað sé með sannindum. Áður er þess þrá-
faldlega getið í sögum og annálum, að sæfarar hrepptu
ekki ávallt á íslandi þá höfn, sem þeir ætluðu. Ef byr
var ekki eindreginn, hleyptu þeir að landi, þar sem f®rl
bauðst og lögðu þar upp. Óttinn við hrakninga á haf út
virðist oft hafa bægt mönnum frá því að þreyta strand-
siglingu.2) Áður höfðu Islandsferðir yfirleitt tekið tvö
ár; menn sigldu hingað um hásumarið, en skipin lágu her
um veturinn og lögðu ekki út aftur fyrr en sumarið
eftir.3) Englendingar komu hins vegar á vorin og héldu
heim, er sumri tók að halla. Ungar heimildir greina, að
Robert nokkur Bacon frá Cromer hafi „discovered Ice"
1) Annálar 1400----1800 I, 18).
2) Lúðvík Kristjánsson: Grænlenzki landnámsflotinn og breiöfii2*'1
báturinn, Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1964, 30—33.
3) D. I. XVI, nr. 94.