Saga - 1965, Side 33
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
31
land“ snemma á 15. öld.1) Cromer er smábær í Norfolk
á Englandi, en þaðan á hann að hafa siglt í landkönnunar-
ferð til Islands og gefið löndum sínum skýrslu um ferðina.
Það er allöruggt, að fyrstu ensku íslandsförin hafa verið
frá hafnarborgum í Austur-Anglíu; að því leyti mun sögn-
in um R. Bacon hafa við nokkuð að styðjast. Engar enskar
samtímaheimildir fjalla um fyrstu ferðirnar til Islands;
þar er Nýi annáll einn til frásagna. Það er samtímaheimild
um tímabilið frá 1394 til 1430, en er aðeins til í afriti
frá síðari hluta 16. aldar. Afritið er gallað og verður víða
sannað, að afritarinn hefur bæði mislesið og misskilið
frumheimild sína. Þannig nefnir annállinn Englendinginn
Johannes Vilhjálmsson (Williamson) Craxton Hólabiskup
Jón Jónsson, og víðar er um nafnabrengl að ræða. Nafnið
Ríkarður, eins og það er ritað í annálnum, getur verið mis-
lestur bæði úr skammstöfunum fyrir Robert og Roger. Það
er eðlilegt, að íslendingum hafi ekki hugfestst enskt ættar-
uafn í fyrstu skiptum sínum við Englendinga. Nýi annáll
getur þess, að Ríkarður hafi aldrei komið aftur til íslands.
Einnig er hugsanlegt, að nafnið Richard Bacon hafi breytzt
1 munnmælum á Englandi 1 Robert Bacon sökum frægðar
heimspekingsins með því nafni.2)
Frásögn Nýja annáls gefur til kynna, að Englendingar,
sennilega frá einhverjum hafnarbæ á austurströnd Eng-
lands, hafa gert út fimm könnunarmenn eða njósnara til
íslands haustið 1412, og dveljast þeir þar um veturinn.
Tveir þeirra vistast á klaustrasetrum, þar sem þeir áttu
Si'eiðan aðgang að lærðum mönnum og gátu aflað sér
hvers konar upplýsinga um lög og landsháttu og sam-
skipti íslendinga við aðrar þjóðir. Vorið 1413 kemur kaup-
ship, e. t. v. frá Cromer, til íslands. Skipstjórinn spyr
1) F. Blomefield: An Essay towards a Topographical History of
County of Norfolk, 8, b., útg. C. Parkin, bls. 104; — Carus-
ilson: The Iceland Trade; Studies in English Trade in the Fifteenth
Century, Lond. 1933, bls. 173.
2) Sjá G. J. Marcus: The first English Voyages to Iceland, Mariner’s
"I'rr°r 1958, 1—6.