Saga - 1965, Page 34
32
BJÖRN ÞORSTEINSSON
upp njósnarmennina fimm, og með þeim fer hann í kynn-
isför um sunnanvert landið og hefur tal af helztu höfð-
ingjum Islendinga. Ekki verður annað séð en viðræður
hafi gengið greiðlega. Fimmmenningarnir hafa sennilega
lært eitthvað í íslenzku um veturinn og Ríkarður e. t. v.
kunnað norræna tungu af samskiptum við Norðmenn eða
verið lærður, mæltur á latínu. Þegar þeir félagar halda til
Englands, þá hefur þeim sennilega verið kunnugt um
landafróðleik íslendinga.
Árið 1413 hefjast hinar miklu Islandssiglingar Eng-
lendinga. Þá telur Nýi annáll, að 30 enskar fiskiduggur
eða meir hafi verið við Island og 5 kaupskip lögðust við
Vestmannaeyjar, en þar höfðu Englendingar bækistöð
um hálfa aðra öld. Nú hófust hin margvíslegustu sam-
skipti milli sæfara og heimamanna. Á norðanverðu íslandi
gripu fiskimenn naut fyrir bónda, en lögðu peninga í
staðinn, sauði tóku þeir endurgjaldslaust á öðrum stað,
en settu upp kaupstefnur, þar sem hafnir voru beztar, og
buðu betri verzlunarkjör en íslendingar áttu að venj-
ast. Á skammri stundu breyttist verðlag á íslandi; Björg-
vinjarkaupmenn sátu uppi með sárt enni, og tekjur kon-
ungs af Islandsverzlun urðu að engu. Konungur sendi því
út tilskipanir, sem bönnuðu öll viðskipti við utanríkis-
kaupmenn,1) en allt kom fyrir ekki. Hið dansk-norska
konungsvald átti sér hvorki flotastyrk né bandamenn, sem
gátu hindrað þróun málanna á íslandi. Siglingar til Ís-
lands urðu þegar árið 1415 að flóknu milliríkjamáli.
Ríkarður hinn enski hafði náð fundi hirðstjórans yfir
Islandi, Vigfúsar ívarssonar Hólms, árið 1413. Árið eftir
mun hann sviptur hirðstjórninni, en völdin eru fengin í
hendur Birni Einarssyni Jórsalafara. Þessi íslenzki höfð-
ingi hafði ferðazt suður til landsins helga, en á Græn-
landi var hann frá 1385—87. Hann lét rita bók um ferðir
sínar. Enskir kaupmenn hafa eflaust átt allmikil skipti
1) Annálar 1400—1800 I, 18—20; D. I. IV, nr. 337.