Saga - 1965, Síða 37
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 35
bakhjarli. Allt um það komst hann aldrei að Skálholts-
stóli, því að dansk-norska stjórnin setti þangað annan
biskup, Hollending og vildarvin Eiríks konungs af Pomm-
em. Jón settist því að á Englandi og rak þaðan verzlun
við ísland, en virðist að lokum hafa orðið gjaldþrota.1)
Jón biskup Vilhjálmsson var merkilegur embættismað-
ur, lærður vel að því er virðist af bréfabók hans og stjórn-
samur. Hann hafði náin skipti við enska kaupmenn, með-
an hann sat á Hólum, og rak verzlun bæði í félagi við menn
frá London, Hull, Newcastle og Southampton og e. t. v.
víðar af Englandi. Hjá honum er notarius publicus Islend-
ingurinn Jón Egilsson. Ef biskup hefur ekki fræðzt um
Grænlands- og Vínlandsferðir íslendinga af ritara sínum,
þá er ekki ósennilegt, að afkomendur Jóns Hákonarsonar
í Víðidalstungu hafi kynnt honum að einhverju leyti inni-
hald Flateyjarbókar, þegar hann vísiteraði staðinn, en
Víðidalstungumáldagi er til frá hendi Jóns biskups.2)
Þessi mikla skinnbók er skráð á árunum frá 1387 til 1394,
en aukin tveimur nýjum kverum á 15. öld. Flateyjarbók
hefur m. a. að geyma aðaltexta Grænlendinga sögu, sem
nú er til. Jón bóndi Hákonarson, sem lét skrifa bókina,
mun hafa andast snemma á 15. öld. Ekki er vitað með
sannindum, hve lengi bókin var staðarprýði í Tungu eftir
hans daga, en komast mun hún í eigu auðugustu og vold-
ugustu höfðingjaættar Islands á 15. öld. Sú ætt er venju-
lega kennd við Skarð á Skarðsströnd, en Skarðverjar áttu
mikil skipti við Englendinga.3)
Um daga Jóns Vilhjálmssonar eru íslenzk höfðingja-
setur, klaustur og biskupsstólar gríðarlega bókauðug.
Landið var fullt af skinnbókum. Það væri fróðlegt að
litast um með honum á skrifstofunni á Hólum, en skýrsl-
ur eru engar um þær bækur, sem þar skörtuðu á hillum.
Brúðguminn í Hvalseyjarfjarðarkirkju á Grænlandi
1) D. I. XVI, nr. 85, 149 og víðar.
2) D. I. IV, undir Jón Egilsson notarius publicus; máldaginn 512.
3) Jón Helgason: Handritaspjall, Rvik 1958, 71—72.