Saga - 1965, Page 39
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 37
unum hefði verið kunnugt um einhver. Kærunum fylgdi
skrá, nú glötuð, með nöfnum helztu illræðismannanna, og
voru þeir einkum taldir frá Hull, Newcastle, Saltzburg og
York.-) Sannanlega hafa kaupmenn frá öðrum enskum
borgum siglt til íslands um þessar mundir, m. a. frá
Bristol, Lynn og Scarbourough, en dansk-norska stjórnin
hefur engar rökstuddar kærur á hendur þeim fram að
færa.
Kæruskjalið er tvíþætt; það flytur almennar kröfur
dansk-norsku stjórnarinnar á hendur þeirri ensku um að
banna Englendingum siglingar til norskra skattlanda og
tilgreindar fjárkröfur fyrir tjón og tekjumissi, sem þeir
höfðu bakað norskum þegnum og stjórnarvöldum. —
Fyrsta varðveitta kæran á hendur Englendingum fyrir
löglausa siglingu til skattlanda norska ríkisins er frá ár-
inu 1425. Hún fjallar aðallega um ofbeldisverk þeirra á
Islandi, en þar segir einnig, að þeir hagi sér ekki hóti
betur í Færeyjum. Síðar eru þeir margkærðir allt til árs-
ins 1533 fyrir alls konar yfirgang í norsku skattlöndunum,
en Grænlands er þar að engu getið. Tryggvi Oleson telur,
að sú staðreynd gefi til kynna, að Björgvinjarmenn hafi
setið einir og óáreittir að viðskiptum við Grænlendinga
(Early Voyages, 116). Það mun einber misskilningur.
Hvorki dansk-norska stjórnin né Björgvinjarmenn hafa
haft ákveðnar tekjur af Grænlandi og Grænlandssiglingum
á 15. öld. Þess vegna geta þeir ekki krafizt skaðabóta
fyrir tekjumissi þar í landi, þótt þeim hafi e. t. v. verið
kunnugt um, að Englendingar lögðu leið sína þangað stund-
um. Kærurnar á hendur Englendingum fyrir siglingar til
norskra skattlanda sanna því einna helzt þá áður kunnu
staðreynd, að Norðmenn höfðu lagt Grænlandsferðir að
mestu á hilluna um 1400.
Grænland í evrópskri landafræöi 15. aldar.
Handrit af landafræði Ptólemeusar frá 1427 hefur að
1) D. I. XVI, nr. 94.