Saga - 1965, Page 42
40
BJÖRN ÞORSTEINSSON
hæfir Clavus, að fær siglingaleið muni liggja milli Kína
og norska ríkisins, en á 3. fjórðungi 15. aldar brýtur
Toscanelli heilann um færa leið vestur yfir hafið frá Ev-
rópu og til Kína og Japans. Hugmyndir sínar um það efni
lagði hann bæði fyrir konung Portúgala og Kólumbus, en
á 8. tug aldarinnar eru gerðir út einn eða jafnvel tveir
dansk-portúgalskir leiðangrar norðvestur yfir Atlantshaf
til landa í Norður-Ameríku.1) Það liggja því beinar braut-
ir frá landaþekkingu danska kortagerðarmannsins Claudi-
usar Clavusar til landkönnuðanna miklu á síðasta áratug
15. aldar.
Claudius Clavus jók alþjóðlega landafræði norrænni
þekkingu á Norður-Atlantshafi og Grænlandi og setur
fram fyrstur landfræðinga kenninguna um sjóleið frá
Evrópu til Asíu norðvestur yfir Atlantshaf. Verk hans
sanna m. a., að á fyrri hluta 15. aldar kunna norrænir
menn utan Islands góð skil á Grænlandi, og kort hans og
landfræðitextar hafa verið kunnir víðar en menn geta
nú gert sér í hugarlund. Þess ber einnig að gæta, að síð-
asta skipið, sem ótvíræðar heimildir greina að sigldi til
Grænlands á miðöldum, var norskt og lenti í Noregi 1410.
Á því voru nokkrir Islendingar, og nöfn sumra þeirra
þekkjum við eins og að framan var getið, en áhöfnin hefur
verið norsk og frá Björgvin, en við þá borg áttu Englend-
ingar allmikil, en stopul skipti á fyrstu áratugum 15. ald-
ar. Þannig gerir Hinrik V. upptækar eignir Hansamanna
í Boston árið 1418 sökum yfirgangs þeirra við enska kaup-
menn í Björgvin, ensk skip liggja þar á höfninni 1428, og
getið er um 17 enskar skútur í Björgvin 1432.2) Sagan um
Grænlandshrakningana 1406—10 hefur verið víðfræg 1
Björgvin engu síður en á ísland.
I Björgvin hafa Englendingar hlotið að komast í kynni
1) S. Larsen: The Discovery of North America Twenty Years
before Columbus, London 1924.
2) D. N. XX, nr. 731; J. Schreiner: Hanseatene og Norge i det 16-
Arhundre, Oslo 1941, 31.