Saga - 1965, Page 43
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 41
við Grænlandsfara. Enskum sæförum hlýtur því að hafa
verið meira og minna kunnugt um þetta austasta land
Ameríku snemma á 15. öld. Þá eru þeir í sóknarhug á haf-
inu og væddir nýrri tækni leggja þeir á nýjar leiðir. Við
Island fundu þeir auðsuppsprettur, en framleiðslugeta Is-
lendinga var takmörkuð og það ekki sízt á fyrstu áratug-
um 15. aldar, eftir að Plágan mikla hafði fellt mikinn
hluta þjóðarinnar. Englendingar veiddu að vísu sjálfir
mikinn hluta þess fisks, sem þeir öfluðu, en þeir virðast
engu að síður hafa keypt allan þann fisk, sem íslendingar
gátu við sig losað. I kvæðinu Libelle of Englyshe Polycye,
sem telst frá því um 1436, segir m. a.: „Svo mörg skip
hafa siglt í ár, / að sumra var hluturinn minni en smár“.
(‘And now so fele shippes thys yere there were, / That
moche losse for unfraught they bare.’) Það hlýtur að
hafa verið freistandi fyrir þá, sem gátu ekki rutt sér
nægilega til rúms á íslenzkum fiskhöfnum, að leita fyrir
sér lengra í vestri.
HernaSarsaga angagoksins frá Unartoq.
Árið 1959 vakti Norðmaðurinn Helge Ingstad athygli
á grænlenzkri heimild, sem menn höfðu ekki áður gefið
nægilegan gaum. Hans Egede átti son, Niels að nafni (d.
1782). Sá ólst upp á Grænlandi og kunni fullum fetum
tungu landsmanna. Hann hefur látið eftir sig dálítið
dagbókarbrot, en þar er m. a. að finna sögn, sem anga-
gok (andalæknir) frá Unartoq-firði (Siglufirði) í Eystri-
byggð sagði honum.1)
„Hann sagði einnig, að forfeður sínir hefðu sagt svo
frá, að forfeður þeirra kæmu að norðan frá Ameríku og
sóttu suður eftir vesturströnd Grænlands til þess að setj-
ast að. Nokkrir vildu setjast að hjá þeim norsku, en þeir
bönnuðu þeim það og heimiluðu þeim aðeins að verzla við
sig. Þeir voru einnig hræddir við þá, af því að þeir áttu
1) H. Ingstad: Landet under Leidarstjernen, 528—532.