Saga - 1965, Síða 44
42
BJÖRN ÞORSTEINSSON
margs konar vopn (mange sorter Givær). En þegar nokkr-
ar fjölskyldur höfðu sameinazt og dálítil kynni höfðu
tekizt með þeim, komu þrjú smáskip af útsuðri til þeirra
og ræntu og drápu nokkra af þeim norsku. En þar eð þeir
norsku báru hærri hlut, urðu tvö skipin að sigla leið-
ar sinnar, en hið þriðja tóku þeir herfangi. Við Græn-
lendingar (Kalatdlitar) áttum okkur ekki fasta bústaði
um þær mundir, en urðum hræddir og flýðum langt
inn í landið. Árið eftir kom heill floti og herjaði á þá,
rænti og drap, greip nautgripi og húsbúnað og hélt svo
leiðar sinnar. Hinir, sem eftir voru, hrundu fram opnum
fleytum sínum og hlóðu þær því, sem eftir var, og sigldu
leiðar sinnar suður um landið, en skildu þó nokkra eftir.
Grænlendingar (Kalatdlitar) lofuðu að aðstoða þá, ef
slíkar hörmungar bæri aftur að höndum.
Ári síðar komu aftur hinir illu sjóræningjar, og þegar
við sáum þá að nýju, flýðum við og tókum nokkur börn
og konur með okkur inn í fjörðinn, en skildum hina eftir í
hættunni. Þegar við komum um haustið og hugðumst
hitta einhverja að nýju, þá sáum við okkur til skelfingar,
að öllu var rænt, hús og bæir brenndir, svo að allt skorti.
Við þessa sjón tókum við konurnar og börnin með okkur
aftur og flýðum langt inn í fjörðinn, og þar vorum við í
næði í mörg ár. Við gengum að eiga konurnar; þær voru
5 með nokkur börn. Þegar okkur hafði fjölgað um síðir,
dreifðumst við um landið og sáum ekki þessa sjóræningja
í mörg ár. Að lokum kom einn af þessum ránsmönnum,
sem eru enskir víkingar, og þegar hann sá, að við áttum
ekki mikið, en vorum fjölmennir, þá áræddi hann ekki að
ráðast á okkur, en verzlaði einungis við okkur. Sams konar
fólk hleypir stundum hér undir landið og verzlar við Græn-
lendinga, en þegar þeir sjá sér færi, rupla þeir og ræna,
svo að það er sennilegt, að þessir sjóræningjar hafi verið
hinir sömu og eiga nýlendur fyrir handan hafið í Ameríku,
(pá de Amerikanske Stæder).1)
1) Meddelelser om Gronland; 120. b.,. 266—68. og 345—46.