Saga - 1965, Page 45
ÍSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
43
Helge bendir réttilega á, að þessi frásögn er í hæsta
máta hlutlæg og að mestu laus við þjóðsagnaminni, sem
einkenna miður áreiðanlegar sagnir. Hún hefur á sér ólíkt
meiri veruleikablæ en sögnin um Ungortok, sem margir
hafa talið heimild um endalok Grænlandsbyggðar, og út
af henni orti Einar Benediktsson Ólafs rímu Grænlendings.
Þó koma þrjú skip til landsins, og þar er herjað þrjú ár í
röð og líkist það þjóðsögu. Sagan er einnig lituð af skoðun-
um N. Egede um einstök atriði. Þannig mun það vera hann,
sem nefnir hina fornu Grænlendinga „hina norsku“, og
einnig mun það ályktun hans, að víkingarnir hafi verið
enskir, og orðin Ameríka og amerískur munu frá honum
runnin. Ekkert af þessum atriðum skiptir þó höfuðmáli
eða veikir heimildagildi aðalfrásagnarinnar.
Herhlaup evrópskra víkinga á Eystribyggð á Græn-
landi má styðja ýmsum líkum. Fornfræðingar telja, að
ýmsir kirkjustaðir þar hafi líklega eyðzt í eldsvoða; á
grænlenzku nefnist Herjólfsnes Igigait eða „Brennu-
staðir“, og annað slíkt mætti nefna.
Helge Ingstad telur, að þessi þjóðsaga styrki sann-
leiksgildi umdeilds páfabréfs frá 20. sept. 1448, en þar
segir m. a., að Barbarar frá nærliggjandi ströndum heið-
ingja hafi ráðizt á byggðir Grænlendinga fyrir 30 árum,
eytt með eldi og sverði heilagar byggingar og haft lands-
fólkið heim með sér og hneppt það í ánauð. Helge vill
gera Barbarana að Englendingum og bendir á strandhögg
þeirra og mannaveiðar á Islandi um 1420 sem hliðstæðu
við frásagnir páfabréfsins. Nú mun það fræga bréf ritað
á fölskum forsendum, eins og Fridtjof Nansen hefur sann-
að manna bezt.1) Bréfið sýnir einna helzt, að menn gátu
aflað sér talsverðra upplýsinga um Grænland suður í
Hóm um miðja 15. öld. Atburðirnir, sem greint er frá í
þjóðsögu angagoksins, verða þess vegna ekki tímasettir
Með aðstoð þess. Róstur Englendinga og vopnaslcak hér
1) P. Nansen: In Northern Mists, vol. II, Lond. 1911, 113—115.