Saga - 1965, Page 46
44
BJÖRN ÞORSTEINSSON
á landi eru ekki heldur bundin við neitt sérstakt árabil á
15. öld eða fyrra hluta þeirrar 16., þegar byssur og púður
töldust nauðsynjar á Islandsförum. Einnig verður ekkert
ályktað um það, hvert Grænlendingar ætluðu að flýja, þeg-
ar þeir hrundu fram bátum sínum. Helge Ingstad telur, að
þeir hafi siglt til Kanada, en Mads Lidegaard tengir flótta-
sögu angagoksins frásögn í Grænlandsannál Björns Jóns-
sonar. Þar segir, að ýmsir greindir menn telji, að Skræl-
ingjar hafi ekki með öllu útrýmt Grænlendingum, því að
báta eða skip hafi rekið við ísland smurð seltjöru, sem
hvergi sé notuð nema á Grænlandi.1) Björn getur hvorki
stað- né tímasett þessa sögn, en hann er alláreiðanlegur
sagnaritari, svo að hann mun hafa skráð hana í góðri trú.
Nú er hafstraumum þannig háttað, að ekkert rekur frá
Grænlandi til íslands nema hafís stöku sinnum, en hann
mun kominn norðan úr íshafi. Grænlandsfarið Hans Hed-
toft fórst undan Suður-Grænlandi 30. janúar 1959. Björg-
unarbelti úr skipinu rak við Grindavík. Þannig getur Golf-
straumurinn seint og um síðir borið reka með sér sunnan
undan Hvarfi til íslands. Það er því alls ekki óhugsandi,
að grænlenzkan bát eða báta frá Herjólfsnesi eða syðstu
byggðum Grænlands hafi rekið á fjörur við Island. — Af
frásögn Björns verður lítið ráðið um aldur rekasögunnar;
hann telur hana almenna sögn og tilgreinir því enga heim-
ildarmenn. Hann er fæddur 1574, og ályktanir, sem hann
dregur af rekasögunni, gefa í skyn, að hann telur hana
ekki mjög í'orna.
Mads Lidegaard ályktar af rekasögu Björns, að Græn-
lendingar muni hafa ætlað að flytjast til Islands um 1530,
en farizt á leiðinni. Upphaflega sigldu Islendingar til land-
náms á Grænlandi á opnum fleytum, en 44% þeirra fór-
ust eða urðu afturreka. Það er óneitanlega þægileg lausn
á grænlenzku gátunni að drekkja afkomendum íslenzku
1) G. H. M„ 3. b. 515; M. Lidegaard: Grenlands Historie, Kobenh.
1961, 31.