Saga - 1965, Page 47
ÍSLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 45
landnemanna um 550 árum síðar á flótta til íslands, en sú
lausn fellur fremur undir skáldskap en sagnfræði. Af
rekasögunni er helzt hægt að draga þá ályktun, að Græn-
lendingar hafi hvorki átt löng né heilladrjúg skipti við
Englendinga, þegar hún gerðist. Englendingar fluttu Is-
lendingum alls konar nauðsynjar og þar á meðal bik og
tjöru í ríkum mæli.
Þjóðsaga angagoksins verður ekki tengd öðrum sögnum
frá lokaskeiði Eystribyggðar. Sögumaður segir, að hún
hafi gerzt á sóknarskeiði Skrælingja á Suðvestur-Græn-
landi, en það verður ekki ársett af neinni nákvæmni enn
sem komið er. Samkvæmt sögn íslenzkra annála herja
þeir á Eystribyggð 1379. Um 1410 virðist þar allt með
felldu, en þá hafa Skrælingjar eflaust verið setztir þar
að fyrir nokkru á eyjum og annesjum. Sagan er sennilega
frá 15. öld og hefur trúlega gerzt seint á öldinni, en ann-
ars verður ekkert fullyrt um þá hluti. Þjóðsagan gefur
enga heimild til þess að álykta, að skipin þrjú, sem ófriðn-
um ollu, hafi verið þau fyrstu, sem sigldu til landsins um
langt árabil. Hún gefur fremur í skyn, að evrópskir sæ-
farar hafi siglt öðru hverju til Grænlands, en herjað á
íbúana að lokum. Þar með er ekki sagt, að þeir hafi eytt
allri Eystribyggð, en hafi þeir rænt og eytt höfuðsetur
hins litla samfélags, þá hefur það sundrazt og aldrei náð
sér eftir áfallið.
Það eru sem betur fer til ótvíræðari heimildir um sigl-
ingar til Grænlands á 15. öld en grænlenzk þjóðsaga. Upp
úr kirkjugarðinum á Herjólfsnesi, syðstu höfn hinnar
fornu Eystribyggðar, hafa komið flíkur sniðnar að tízku
15. aldar, sumar jafnvel taldar frá síðari hluta aldarinn-
ar. Þar er einkum um að ræða stromplaga húfu og kven-
serki með V-laga hálsmáli, en slíkar flíkur skarta á mál-
verkum 15. aldar meistaranna í Flandern. Þetta eru óyggj-
andi sönnunargögn fyrir því, að Grænlendingar hafa átt
skipti við sæfara frá Vesturlöndum um þær mundir.
Danskir fornfræðingar telja, að Eystribyggð hafi haldizt