Saga - 1965, Page 49
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 47
ildamagnið um íslandsferðir þaðan hlutfallslega hærra en
það yrði, ef öll kurl væru komin til grafar frá öðrum
borgum.
Tuttugu tollaskýrslur (P. R. 0., E. 122) eru varðveittar
frá Bristol frá síðari helmingi 15. aldar, og fjalla þær um
15 reikningsár. Þessar heimildir eru glataðar frá 85 árum
aldarinnar. Þannig hefur eyðingin leikið þau skjöl, sem
ættu að veita nákvæmastar upplýsingar um siglingasögu
borgarinnar.
1 öllum tollaskýrslum borgarinnar frá 15. öld fram til
1483 er getið siglinga til íslands berum orðum. Engra Is-
landsfara er getið í skýrslu frá 1483 og ’87. Árið áður
kemur eitt Islandsfar frá Bristol, en þau síðustu, sem
tollaskýrslur greina, koma til borgarinnar 1493. Það eru
tvö lítil barkskip. Eftir það verður ekki vart neinnar Is-
landssiglingar frá Bristol fyrr en árið 1528. Þá er skipið
Michael frá Bristol við Snæfellsnes á Islandi ásamt skip-
um frá London og Lynn (D. I. XVI, 533—34, 560—561),
og ræna þau þar Hamborgarfar. Það eru síðustu fregnir
af mönnum frá Bristol við Island. Til eru fjórar ýtarlegar
tollaskýrslur frá Bristol frá öðrum áratug 16. aldar, en þar
og síðar er Islandsfara hvergi getið í þeim heimildum.
Tollaskýrslurnar greina farmskrár 22 íslandsfara, 8 út-
flutningsskýrslur og 14 innflutningsskýrslur. Þær elztu eru
frá árinu 1461, en yngstu frá 1493. Þetta gefur ekki til
kynna, að verzlunin hafi verið mjög umfangsmikil, en
þess ber að gæta, að Englendingar stunduðu aðallega
fiskveiðar við Island; — þeir ráku þar duggaraverzlun, en
úuggurunum mun oftast hafa tekizt að sniðganga toll-
gsezlu krúnunnar.
Stærstu Islandsförin eru um 300 tonn (Antony de
f*ristol, “navis”), en þau smæstu um 50 tonn (Leonard
de Bristol, “navicula”).
íslandsförin leggja úr höfn í Bristol á tímabilinu frá
febrúar til maí og koma aftur frá júlí til september.
Erfitt er að átta sig á því, hve mörg skip hafa yfirleitt