Saga - 1965, Page 50
48
BJÖRN ÞORSTEINSSON
verið í förum milli Bristol og Islands. Ýtarlegastar eru
heimildirnar frá árinu 1461. Þá er getið við íslandssigl-
ingar frá borginni 8 skipa, sem teljast rúmlega 13 hundruð
tonn að burðarmagni, en auk þess er tveimur mönnum
veitt siglingaleyfi til Islands handa skipum af ótilgreindri
stærð. Sennilega hafa Islandsför borgarinnar aldrei verið
öllu fleiri og stærri.
Engar heimildir fjalla beinlínis um athafnir Bristol-
manna á Islandi fyrr en árið 1467. Þá fella Englendingar
Björn Þorleifsson hirðstjóra vestur í Rifi á Snæfellsnesi,
og eru kaupmenn frá Lynn og Bristol einkum hafðir fyrir
sökum. Árið 1475 eru kaupmenn frá Hull og Bristol, sem
stunda löglausa siglingu til Islands, kærðir fyrir að ræna
eignum frá Hansakaupmanni í Björgvin. Svipuð kæra er
einnig borin fram árið eftir (D. I. VI, nr. 66, 67). Þann
10. júní 1476 gefa 10 nafngreindir höfðingjar á íslandi út
skýrslu um árekstra milli kaupmanna frá Bristol og Hansa-
manna við Snæfellsnes sumarið áður. Þar segir, að fyrir
Játvarð Englands konung hafi komið kæra Hansakaup-
manna á hendur John Goodman, John Brent og Rob. Stev-
enson, kaupmönnum frá Bristol, og John Cruse skipstjóra
á ‘Mary de Bristol’, en þeir eiga að hafa tekið Lybikufar
herskildi við Snæfellsnes. íslendingarnir telja, að skýrslan
sé ekki sannleikanum samkvæm, en staðfesta þó, að tvö
skip frá Bristol hafi verið við nesið undir forystu John
Goodman’s og ráðizt þar á Björgvinjarfar. Meðal þeirra
Islendinga, sem vitna um atburðina, eru: Gísli Jónsson
officialis í Skálholti, en þar var biskupslaust; — Magnús
ábóti á Helgafelli á Snæfellsnesi og Steinmóður Bárðarson
ábóti í Viðey; Halldór og Magnús kirkjuprestar í Skál-
holti; Bárður Auðunarson ábóti í Þykkvabæ og Henrik
Daniel hirðstjóri. (D. I. X, nr. 27). Þótt skjal þetta sé
grunsamlegt, þá fer það ekki milli mála, að John Goodman
hefur þekkt persónulega einhverja af þessum höfðingjuni.
Klaustrin á Helgafelli og í Viðey fengu margs konar gjöld