Saga - 1965, Síða 53
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 51
nokkur ár á Islandi, en farið stundum til sjávar og rekið
verzlun við Grænland.
Heimildir okkar um 15. öld eru víða í molum. Þau heim-
ildabrot, sem varðveitzt hafa, eru oft lítið annað en nokkr-
ir tiglar úr mósaikmynd mikilla atburða, og við getum
ekki raðað þeim upp að nýju af neinu öryggi, af því að
sjálf myndin er löngu glötuð. Um þá Pining og Pothorst
eru til nokkrar sagnir, sem gefa til kynna, að þeir hafi
siglt til Grænlands, en þar með er ekki sagt, að dansk-
portúgalska leiðangrinum hafi ekki verið stefnt til fjar-
lægari landa.1) Um hann er lítið vitað að ýmsu leyti af
eðlilegum ástæðum. Lítt byggðar íshafseyjar voru furst-
um Evrópu ekki mikils virði á 15. öld. Þangað höfðu Danir
og Portúgalar ekkert að sækja, en annað var um Englend-
inga; þeir voru vanir að veiða fisk á fjarlægum miðum.
Helztu heimildir um leiðangur þeirra Pinings er bréf
frá borgarstjóranum í Kiel, Carsten Grip, frá 3. marz
1551. Þar segir, að þeir hafi siglt á nokkrum skipum
(‘etlichen schepen’), en áhafnir þeirra hafa eflaust verið
skipaðar Norðmönnum og e. t. v. íslendingum. Sennilega
hafa ekki allir leiðangursmenn verið alls kostar ánægðir
með árangur ferðarinnar, og hafa þeir fengið konung til
þess að gera út nýjan leiðangur nokkrum árum síðar.
Heimildir frá 16. öld greina, að Johannes Scolvus hafi
kannað strendur Norður-Ameríku 1476 að boði Kristjáns
I. Um Scolvus þennan er ekkert vitað annað en það, að
hann hefur annaðhvort verið Dani eða Norðmaður. Þó
telja þeir Jón Dúason og Tryggvi Oleson, að hann hafi
verið íslendingur, heitið Jón Skúlason réttu nafni.2)
Á 8. tug 15. aldar mun Dana konungur gera út tvo leið-
angra vestur yfir Atlantshaf. Annar þeirra og e. t. v. báðir
hafa náð til meginlands Norður-Ameríku. Síðan gerir D.
Pining, höfuðsmaður á íslandi 1478—90, út leiðangur eða
1) G. h. M. III, 479—480.
2) T. Oleson: Early Voyages, 118—120; — F. Nansen: In Northern
Mists II, 126—134; — S. Larsen. The Discovery of North America.