Saga - 1965, Side 54
52
BJÖRN ÞORSTEINSSON
leiðangra til Grænlands, en hann átti löng og mikil skipti
við Englendinga og flest miður friðsamleg. Fyrir þeim
mun hann hafa fallið árið 1491. Englendingum hefur ver-
ið vel kunnugt um leiðangra Dana og Portúgala. Sumir
Islandsfararnir frá Bristol voru menn víðförulir og reynd-
ust fróðleiksfúsir um landaskipan. John Goodman, sá sem
fékk íslenzku höfðingjana til þess að vitna fyrir sig um
atburðina 1475, verzlaði ekki einungis við Island, heldur
einnig við írland, Frakkland, Spán og Portúgal. Við
Portúgal verzlaði hann í félagi við John nokkurn Jay, en
maður með því nafni verzlar við ísland um 1460. Þann
15. júlí 1480 gerir John Jay yngri, kaupmaður í Bristol,
út 80 tonna skip ásamt nokkrum útgerðarmönnum í borg-
inni til þess að leita eyjarinnar Brazil vestur af Irlandi.
Eftir 9 vikna útivist hrekur skipið til hafnar á Irlandi án
þess að hafa fundið fyrirheitna landið. Leiðangursstjóri
var Thloyd, Thomas eða John Lloyd, ’reyndasti sjómaður
Englands', eins og hann er titlaður. Það hefur því verið
vandað til þessarar ferðar eftir föngum. John Jay yngri
hefur sennilega verið frændi eða sonur Islandskaupmanns-
ins með sama nafni.
Um mánuði áður en landleitarskipið lagði úr höfn eða
þann 18. júní fengu þeir Th. Croft, Will. Spencer, Rob.
Straunge og Will. de la Fount, borgarar í Bristol, leyfi til
þess að gera út þrjú skip, 60 tonn eða minni, til viðskipta
erlendis næstu þrjú árin. Þessir menn hafa sennilega
gert út landleitarskipið ásamt John Jay. Þeir Spencer og
Straunge voru báðir orðaðir við íslandsverzlun, og sá síð-
arnefndi átti auk þess skip í förum til Spánar og Portú-
gals.
Þann 6. júlí árið eftir lögðu tvö smáskip úr höfn í
Bristol, George og Trinity, hvort fermt 40 skeffum
(bushels) af salti. Þann 24. sept. um haustið er Th.
Croft, tollheimtumaður í Bristol, kærður fyrir að hafa
átt Yg hluta af saltfarmi skipanna og þannig aðild að
verzlun, meðan hann var tollvörður. Hann afsakar sig með