Saga - 1965, Page 56
54
BJÖRN ÞORSTEINSSON
eftir, en svo þarf alls ekki að vera. Heimildir, sem áður
getur, sanna, að ekki er ávallt mikið að marka, hvað ensk-
ir útgerðarmenn segja um ferðir skipa sinna á 15. öld. Th.
Croft þarf að losna við lögsókn fyrir aðild að útgerð verzl-
unarduggna, sem koma einhvers staðar að með fiskfarm
til borgarinnar haustið 1481. Þá eru landaleitir og eyjan
Brazil á dagskrá í borginni, og hann segir, að skipin hafi
átt að leita hennar, en þar með er ekki sagt, að þau hafi
siglt á ókunn mið. Siglingatíminn sannar, að þau sigldu
ekki til Islands. Þar er vorið aðalaflatíminn, og ensku Is-
landsförin eru yfirieitt lögð úr höfn snemma í maí. Sumar-
mánuðimir og fram á haust eru hins vegar aðalveiðitíminn
við suðvestur Grænland.
Á Fixlanda-kortinu, sem áður getur og telst frá síðustu
áratugum 15. aldar, sjást tvær eyjar 1 hafinu suðvestur af
Islandi, en vestur af sunnanverðu Irlandi. Sú syðri er
minni og hringlaga og nefnist Ille de Brazil, og skilur
mjótt sund hana frá aðaleyjunni, Illa Verde eða Græn-
landi. I Historia Norvegiæ, sem telst frá lokum 12. aldar
og fannst í Skotlandi 1849, nefnist Grænland Viridis
terra', svo að hér er um skylda þýðingu á nafninu
að ræða. Syðsti hluti Grænlands er eyjaklasi, sem skerst
frá meginlandinu af löngu og mjóu sundi, sem sum-
ir telja, að nefnzt hafi fjörðurinn Öllumlengri að fornu.
Það mun of djörf ályktun, að þekking á eyjum við Suður-
Grænland liggi til grundvallar eyjarinnar suður af Illa
Verde á Fixlanda-kortinu. Höfundur þess virðist hafa ver-
ið í hálfgerðum vandræðum með þjóðsögueyjuna Brazil,
eins og bezt sést á því, að hann markar tvær hálfmána-
eyjar mitt á milli írlands og Illa Verde og nefnir þser
einnig því nafni.
Fixlanda-kortið mun gert eftir glötuðum enskum 15.
aldar heimildum. Það sýnir talsverða þekkingu á lögun
íslands og legu eyja við landið, en örnefni eru þar nær
öll út í bláinn.1) Úr miðri suðurströndinni skagar tangi og
1) A. A. Björnbo: Cartographia Groenlandica, 124—129.