Saga - 1965, Page 57
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 55
nefnist Porlana, og virðist þar vera um Dyrhólaey að ræða,
en hún nefndist oft enska heitinu Portland allt fram á
þessa öld. Þeir, sem drógu þetta kort, hafa hvorki þekkt
verk Clavusar né haft neinar beinar fregnir af Græn-
landi. Lega eyjarinnar Brazil suður af Illa Verde bendir
þó eindregið til þess, að þar séu tvennar sagnir að verða
að landfræðilegri staðreynd. Hér norður frá fréttu Eng-
lendingar um Grænland og meginland Norður-Ameríku og
siglingaleiðina þangað, en af suðrænum sögnum og landa-
bréfum lærðu þeir, að eyjan Brazil lægi í hafinu vestur af
Irlandi. Þegar þeir taka að sigla til Suður- og Suðvestur-
Grænlands á 15. öld, þá hafa sumir þeirra e. t. v. talið, að
hér væri um eitt og sama land að ræða, án þess þó að
landfræðingar vörpuðu þjóðsögueyjunni vestur af írlandi
á glæ. Þegar Fixlanda-kortið mun gert, hafa Bristolmenn
þekkt Nýfundnalandssvæðið, verið búnir að sigla þangað
einu sinni eða oftar. Samkvæmt bréfi J. Day’s nefndu
þeir það Brazil. Nú liggja austustu skagar Nýfundnalands
í suður frá Grænlandi, en nærfellt í vestur frá Suður-ír-
landi. Landaskipan kortsins er því ekki með öllu fráleit.
Þegar fjölgar á siglingaleiðum á Norður-Atlantshafi á 8.
tug 15. aldar, þá eru Englendingar farnir að senda fiski-
skip á áður ókunn mið handan hafsins og gefa þá skýringu
á ferðum þeirra, að þeim sé ætlað að leita eyjarinnar Brazil.
Það var einstaklingum, sem leituðu á nýjar slóðir, mjög
handhæg skýring, meðan þeir höfðu ekki ríkisvaldið að
bakhjarli, en í London höfðu menn lítinn hug á landa-
tundum, fyrr en þeir áttu að opna leið að auðæfum Aust-
urlanda.
Á árunum frá 1458 til ’71 er kaupmönnum í Bristol
veitt a. m. k. 8 siglingaleyfi til erlendra staða að íslandi
Uudanskildu. Sum þessara leyfa eru bundin nafngreindum
skipum, sem virðast hafa stundað Islandsferðir og þar
með haft áhafnir, sem voru vanar siglingum um Norður-
Átlantshaf. Þannig fær John Shippeward slíkt leyfi handa
skipinu ,Christofore de Bristol' 1458, en skip (navicula)