Saga - 1965, Page 58
56
BJÖRN ÞORSTEINSSON
með því nafni er við ísland 1461. Ekki er ólíklegt, að
kaupmenn hafi notað þessi leyfi m. a. til Grænlandsferða,
en það atriði þarfnast nánari rannsókna.
Um 1480 virðast kaupmenn í Bristol gera út skip á
Grænlandsmið, en þangað hafa þeir sennilega siglt áður
öðru hverju. Um þær mundir munu þeir hafa haft all-
ákveðnar hugmyndir um lönd vestur í hafi. Þær eiga
sennilega rætur að rekja bæði til hrakningasagna, ís-
lenzkra frásagna og e. t. v. leiðangurs Dana og Portúgala.
1 Eiríks sögu rauða greinir frá hrakningum tveggja
skipa frá Marklandi til írlands; Islendingar gerðu m. ö. o.
ráð fyrir, að land lægi handan Atlantshafsins gegnt ír-
landi. Leiðangur Thloyd’s 1480 sannar ekkert um það, að
Bristolmönnum hafi þá ekki verið kunnugt um lönd vest-
an Atlantshafs, eins og virðast mætti. Þótt þeir hafi þekkt
leiðina til Grænlands og bæði þeir og Pining og Pothorst
hafi náð til Nýfundnalands eða Labradors, þá var eftir að
finna þá Brazileyju, sem landfræðingar 15. aldar töldu að
lægi í hafinu vestur af Irlandi. Sú eyja gat búið yfir ein-
hverjum auðæfum og verið æskilegur viðkomustaður í
siglingum um Atlantshaf. — Fixlanda-kortið sýnir, að
landfræðingar hættu ekki að marka þessari eyju stað á
hafinu, þótt þeim bærust fregnir um það, að sæfarar
nefndu land vestar í hafinu þessu nafni. Þess verður að
gæta, að menn voru ekki ginnkeyptir fyrir þúsund mílna
siglingum yfir úthaf á 15. öld. Það er vafasamt, að Kólum-
bus hefði nokkurn tíma lagt í frægðarför sína 1492, ef
hann hefði ekki talið sér og öðrum trú um, að hægt væri
að hafa viðkomu á Antilliu, en sú eyja átti að liggja um
1500 sjómílur vestur af Portúgal.
Hvenær sigldu Englendingar fyrst til meginlands
Norður-Amcríku ?
í skjalinu, sem Vigneras fann í Simanca, segir, að það
1) D. I. XVI; — E. M. Carus-Wilson: O. T. B.