Saga - 1965, Side 60
58
BJÖRN ÞORSTEINSSON
fjögur barkskip til þess að leita að eyjunni Brazil og borg-
unum sjö samkvæmt hugmyndum þessa Genúabúa".1)
Quinn mun fyrstur manna benda á það, að sá skiln-
ingur, sem felst í þessari þýðingu textans, sé ekki ótví-
ræður. Það hefur verið einróma álit manna, að ‘con la
fantasia’, samkvæmt hugmyndum, (according to the fancy,
— in accordance with the idea) merkti, að Cabot hefði lagt
á ráðin, jafnvel skipulagt leitina miklu að eyjunni Brazil
og Borgunum sjö. Nú mun Cabot ekki hafa verið lang-
dvölum á Englandi fyrir 1495 og e. t. v. ekki komið þang-
að öllu fyrr; — hann er þar örugglega ekki um 1480, þeg-
ar talið er að leitin hefjist, svo að hann á enga aðild að
upphafinu, og hann hefur sæmilega fjarvistarsönnun á
árunum 1490 til 1493, en um 1490 hafa Bristolbúar hafið
landleitarsókn samkvæmt venjulegum skilningi á klaus-
unni hér að framan. Það mun því meira en lítið bogið við
þá textaskýringu. Miklu nær liggur, að hér sé einungis um
það að ræða, að Cabot ímyndi sér, að sæfarar frá Bristol
hafi siglt árlega í leit að löndum vestur í haf. Af bréfi
spænska ambassadorsins sést, að honum dettur ekki í hug,
að menn fari að velta vöngum yfir því við lesturinn, hvort
Englendingar hafi siglt í landaleitir að eigin hvötum eða
Cabot hafi lagt á ráðin um ferðirnar. Bréfið er skrifað
25. júlí 1498, nokkru eftir að John Cabot hafði lagt í ann-
an leiðangur sinn vestur yfir hafið. Kaflinn, sem fjallar
um þessi atriði í bréfinu, er sem hér segir.2)
„Ég hygg, að Yðar Hátignum sé þegar kunnugt, hvernig
konungur Englands hefur gert út flota til þess að kanna
1) Los de Bristol ha siete anos que cada ano an armado dos, tres,
quatro caravelas para ir a buscar la isla del Brasil, i la Siete Ciuda-
des con la fantasia deste Ginoves.’ — Allir nema Quinn hafa þýtt þessa
klausu á ensku á þennan hátt: ‘For the last seven years the people
of Bristol have equipped two, three, four caravels to go in seareh of
the island of Brazil and the Seven Cities according to the fancy of
this Genoese’. (Cal. of St. Paper, Spanish, 1485—1509, 1862, bls. 1T7;
Williamson, 1929, bls. 39, 1961, bls. 23; Quinn, 279. —
2) Williamson: The Cabot Voyages, 228.