Saga - 1965, Síða 64
62
BJÖRN ÞORSTEINSSON
Það er í sjálfu sér ekkert ólíklegt, að Englendingar hafi
sótt á Nýfundnalandsmið í lok 15. aldar, ef þeir hafa þekkt
þau. Þess ber þó að gæta, að á 15. og 16. öld var enskum
fiskiskutum, sem veiddu á fjarlægum miðum mánuðum
saman, nauðsynlegt að leita lands m. a. eftir vatni, og við
ísland verkuðu Englendingar afla sinn að miklu leyti á
landi. Þeir hefðu því átt að vera kunnugri vestan hafsins
en fram kemur af bréfi John Day’s, ef þeir hefðu stundað
siglingar þangað árum saman. Þá hefðu einnig hinir
reyndustu vesturfarar verið ráðnir til ferða með Cabot, en
heimildir benda ekki til, að slíkir menn hafi verið fáan-
legir í Bristol. Cabot gerði tilraun til vesturferðar 1496,
en komst ekki leiðar sinnar, af því að „áhöfnin ruglaði
hann, hann þraut vistir og hreppti óveður og ákvað að
snúa aftur".* 1) Áhöfnin virðist hafa haft aðrar hugmynd-
ir um legu landanna, sem þeir leituðu, en Cabot. Það sann-
ar að vísu ekki mikið um þekkingu manna á landaskipan,
að skip hreppir hafvillur. Þess eru dæmi bæði frá 15. og
16. öld, að menn náðu ekki ávallt áfangastað, þótt þeir
væru á kunnum siglingaleiðum. Hitt er þyngra á met-
unum, að John Day gerir ekki ráð fyrir, að aðrir en Cabot
þreyti landkönnunarsiglingu frá Bristol 1496 og ’97, en
hann fer einskipa í bæði skiptin. Ayala staðhæfir 1498, að
síðastliðin 7 ár hafi Bristolmenn gert út 2—4 skip til þess
að leita eyjarinnar Brazil og Borganna sjö. Leituðu hin
skipin á einhverjum öðrum slóðum? Frásögn Day’s ber
það einnig með sér, að landkönnun Englendinga á austur-
strönd Norður-Ameríku er liðinn atburður fyrir alllöngu
um 1497. Þá er það í manna minnum, að þeir fundu megin-
land á þeim slóðum og nefndu það Brazil-eyju. Einhverjar
sagnir hafa varðveitzt um staðhætti þar, því að það er
talið öruggt, að menn frá Bristol hafi fundið höfðann",
and ean only say that the Bristol discovery was made before tbe
mid-1490’s. Williamson, 1961, 43.
1) Williamson, 1961, 213.