Saga - 1965, Page 65
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
63
sem gekk af landinu, sem Cabot kannaði. Þar með er gefið
í skyn, að menn úr fyrri leiðangri eða leiðöngrum á þess-
ar slóðir hafi ekki verið með Cabot. Það verður því að
gera ráð fyrir, að þeir hafi flestir eða allir verið komnir
undir græna torfu um 1500.
Samkvæmt heimildum gera Bristolmenn út landleitar-
skip um 1480, og enn um ’90 eru þeir að leita sömu landa.
Nú er það óþekkt í landfundasögunni, að einstakir kaup-
menn leggi árum saman landleitarflotum á úthafið, ein-
ungis af því að þjóðsögur hermi, að þar leynist einhvers
staðar lönd. Landleitarleiðangrar kostuðu fé, og það er
alkunna, hvernig þeim Kólumbusi og Cabot gekk að afla
þess og komast úr höfn. Annaðhvort stefndu Bristolmenn
því skipum sínum að einhverju ákveðnu marki, sem þeir
vissu fyrir fram að borgaði sig að ná, og þar með höfðu
þeir hugmyndir um Nýfundnalandssvæðið fyrir 1480, ef
leiðöngrunum var heitið þangað, eða landleitarskipin að
undanteknu því, sem Thloyd stýrir, sigla undir fölsku
yfirskini.
Fundur Brazil-eyjar mun ekki vera árangur af landa-
leit, sem Bristolmenn hófu um 1480, og það er lítt hugs-
anlegt, að siglingum þeirra eða ,landaleitum‘ norðvestur í
haf sé þá stefnt á Nýfundnalandsmið. Það er e. t. v. hugs-
anlegt, að Englendingar hafi að tilvísan fslendinga eða
Grænlendinga gert út leiðangur vestur til Kanada ,í gamla
daga‘ eða um eða fyrir miðja 15. öld eða þá hafi hrakið
þangað af leið milli Englands og fslands eða Grænlands;
sagnir um þá ferð og meginland í vestri hafi varðveitzt í
Kristol, og um 1480 hafi menn fýst á endurfundi, en verið
farnir að ryðga í landafræðinni og þurft mörg ár til þess
að átta sig. Vigneras hallast að slíkri skýringu. Hann
telur, að Bristolmenn hafi sennilega týnt landfundum
sínum handan hafsins og eltki fundið þá aftur þrátt fyrir
fífldjarfar tilraunir.1) — Þetta eru heldur ólíklegar bolla-
..The discovery probably was purely accidental. Sometime before