Saga - 1965, Qupperneq 66
64
BJÖRN ÞORSTEINSSON
legar bollaleggingar. Enskir sjómenn, sem ber á einhvern
hátt til meginlands Norður-Ameríku á 15. öld og komu
aftur til Englands, hafa vitað svo mikið um legu landanna
handan hafsins og siglingaleiðina þangað, að þeir hafa
hlotið að geta frætt menn allrækilega um þá hluti eftir
heimkomuna. Þeir sigldu ekki til neinnar smáeyjar, held-
ur til meginlands, og það er harla ótrúlegt, að minningar
um slíkan ,landafund‘ hafi ekki varðveitzt alllengi meðal
sæfara borgarinnar, þótt fátt væri á bækur fest um þá
hluti.* 1) Það sést af bréfi Day’s, að menn hafa þekkt
sagnir um staðhætti á landinu, sem Bristolmenn könnuðu
í gamla daga, og þar með hafa sennilega gengið einhver
munnmæli um siglingaleiðina þangað. Hins vegar benda
heimildir alls ekki til þess, að Englendingar hafi stundað
þangað siglingar fyrir vesturför Cabots. Skipin, sem
Bristolmenn segjast senda í landaleitir um 1490, hafa því
sennilega siglt til Grænlands; sú ályktun verður helzt
dregin af þeim heimildum, fornminjum og skjölum, sem
fyrir liggja. Þær sanna einnig, að þeir sögðu ekki ávallt
rétt til um ferðir skipa sinna, en um 1480—90 höfðu þeir
1480, an English fishing vessel must have been carried away by a
storm or some error in navigation from its habitual fishing grounds
on the coast of Iceland to a new land which received the name of
“Brasil". The fishermen brought home the tidings but the island soon
became lost and could not be found in spite of frantic efforts to
reach it.“ L. A. Vigneras: New Light, — American Hispanic Historical
Review, vol. 36 (1956), p. 505—06.
1) Um þetta farast J. A. Williamson orð á þessa leið: “Mariners
who had found a western coast, not by change but by deliberate
purpose, as the record of 1480 and 1481 makes clear, would have knovn
the compass courses that led them to it and home again, and would
have made an approximate estimate of their latitude on arrival. It
does not seem likely that such a discovery, of a large country and
not a tiny island speck, could have been ‘lost’ in spite of annual
efforts to recover it. Some voyages may have been fruitless, as we
know at least two were, in 1480 and 1496, owing to stress of weather,
But we must regard the Island of Brasil as a certainty and not a
fading possibility in Bristol at the time when John Cabot came
there (Williamson, 1961, 31).