Saga - 1965, Page 67
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR
65
sérstakar ástæður til þess að vera ekki margmálir um
siglingar sínar til skattlanda dansk-norska ríkisins.
Árið 1467 felldu Englendingar Bjöm Þorleifsson hirð-
stjóra, sem fyrr var sagt, og unnu mörg hervirki hér á
landi. Kristján I hafði kaupmenn frá Lynn og Bristol
einkum fyrir sökum og hertók nokkur ensk kaupför á
Eyrarsundi árið eftir. Þá gerði hann enskar eignir upp-
tækar í ríki sínu og lokaði sundinu fyrir enskum skipum,
en þar með var Eystrasaltssigling Englendinga úr sögunni
um 30 ára skeið. Hann réði einnig víkinga frá Hansaborg-
unum til þess að herja á Englendinga á hafinu, og voru
þeir D. Pining og H. Pothorst helztu foringjar þeirra.
Samið var um tveggja ára vopnahlé 1473, en endanlegir
friðarsamningar tókust ekki fyrr en 1490.1)
Allt frá því um 1408 og fram undir 1470 höfðu Eng-
lendingar verið nær einráðir á Norður-Atlantshafi og við
Island. íslendingar og Norðmenn virðast ávallt hafa átt
skip í förum milli landanna, en sú sigling var hverfandi
miðuð við þann gríðarflota, sem sigldi til Islands á vori
hverju sunnan af Englandi. Hér sátu Englendingar að
mestu óáreittir að verzlun og siglingum.
Árið 1468 veitti Kristján I Hansakaupmönnum rétt til
verzlunar á Islandi (D. I. XVI, nr. 220), og ári síðar er
þess getið, að menn frá Brimum og Braunschweig hyggi
á íslandsferðir (D. I., nr. 26), þýzk Björgvinjarför eru við
Island 1471 (D. I. XI, nr. 22; VI, 66), og þá taka Hollend-
ingar einnig að sigla hingað, en Hamborgarar 1475 (Kam-
merrechnungen III, 212, 223, 224, 253). Englendingar
voru mjög heimaríkir hér við land og ýfðust mjög við hin-
um nýju keppinautum sínum. Þeir hertaka þýzkt Björg-
■vinjarfar 1471, og 1474 og ’75 ræna kaupmenn frá Bristol
Hull skip Hansamanna við Island, eins og áður segir.
Um þær mundir gerist mjög óhreint á siglingaleiðum við
1) Björn Þorsteinssom: Fall Björns Þorleifssonar á Rifi og afleið-
ingar þess, Safn til s. Isl. 2. fl. 1956.
5