Saga - 1965, Page 68
66
BJÖRN ÞORSTEINSSON
ísland, og 1478 er Diðrik Pining settur hér höfuðsmaður.
Hann var reyndur víkingur, hafði herjað allt suður á
Ermasund og tekið fjölda enskra skipa herfangi.1) Nú
var honum falið að rýma hér til fyrir þýzkum kaupmönn-
um, reka Englendinga úr helztu fiskhöfnunum. Þeir áttu
nú harðskeyttum keppinautum að mæta, þar sem þeir
höfðu áður verið einir og óáreittir. Þeir höfðu verið hrakt-
ir frá Norðurlöndum, og nú var kreppt að þeim við Island.
Bréf Ríkarðs III til íslandsfara í héruðunum Norfolk og
Suffolk 1484 sannar, að Englendingar létu hart mæta
hörðu og snerust til varnar. Þar býður konungur þeim,
að safnast saman við Humbrumynni vel búnum að vopnum
og vistum og bíða þar skipa frá Hull, sem verði þeim til
varnar í leiðangrinum til Islands.2) Englendingar létu
ekki reka sig héðan, en þeir urðu að reikna það dæmi til
enda, hve mikið væri leggjandi í sölurnar fyrir yfirráðin á
íslandsmiðum.
Það lágu orðið þjóðleiðir norður Atlantshaf til íslands
á síðasta fjórðungi 15. aldar; þúsundir evrópskra sæfara
þreyttu hingað kappsiglingu á vorin og börðust um beztu
hafnimar. Kristján I varð að láta skozku eyjarnar af
hendi við Skotakonung á 7. tug aldarinnar. Það hét að
vísu, að hann pantsetti honum þessi lönd norsku krúnunn-
ar fyrir heimanmundi dóttur sinnar, en þau voru í raun-
inni áður gengin undan ríkinu, og ísland hafði losnað úr
efnahagstengslum við dansk-norsku ríkisheildina. Þar
ákvað konungur að spyrna við fótum og endurreisa veldi
krúnunnar. Um það bil sem hann semur vopnahlé við Eng-
lendinga, mun hann hafa gert út leiðangur til þess að kanna
fjarstu lönd ríkisins, Grænland og e. t. v. Markland, en á
þá staði hefur þegnum hans varla verið tíðförult um all-
langt skeið. Diðrik Pining, sem staðið hafði fremstur í
víkingaferðum gegn Englendingum, var aðalleiðangurs-
1) J. H. Gebauer: Geschichte der Hildesheimer, Dietrich Pining ol*
nordischer Seeheld und Entdecker. Alt-Hildesheim, 12 h. 1933.
2) D. I. XVI, nr. 235; L. P. of R. III & H. VII. II., London 1863, 287.