Saga - 1965, Page 71
ISLANDS- OG GRÆNLANDSSIGLINGAR 69
landleitarskip 1480, þá er ekki þar með sagt, að þeir hafi
ekki þekkt Grænland og vitað um austurströnd Kanada;
skipinu hefur sennilega verið ætlað að leita landa og miða,
sem lægju nær Bretlandseyjum.
Hvernig sem þessum málum var háttað, þá gefa heim-
ildir í skyn, að Bristolmenn hafi dregið úr Islandsferðum,
eftir að Diðrik Pining, illræmdasti sjóræningi á Norður-
höfum, var orðinn höfuðsmaður hér á landi. Engra ís-
landsfara er getið í tollskýrslum borgarinnar 1488 og 1487,
en um þær mundir eru þeir teknir að gera árlega út fiski-
skip á einhver mið vestur í hafi. Þá höfðu þeir ekki hætt
Islandsferðum með öllu, en það ber að samtímis, að Is-
landsförum þeirra fækkar og heimildir birtast um árlegar
ferðir þeirra til einhvers annars lands norðvestur 1 At-
lantshafi. Aðspurðir segjast þeir leita landa, en friðurinn
var ekki svo tryggur á hafinu á 9. tug 15. aldar og fram
um 1490, að þeim hafi verið kappsmál að auglýsa sigl-
ingaleiðir sínar.
Bristolmenn hafa sennilega komizt í kynni við Græn-
land snemma á 15. öld og siglt þangað öðru hverju, eftir
því sem byr blés milli landa. Til Islands sigldu þeir aðal-
lega eftir skreið, þótt þeir keyptu hér einnig vaðmál,
fálka og brennistein. Um aflabrögð og framleiðslu hinna
fomu Grænlendinga vitum við fátt annað en það, að sigl-
ingar þangað frá Noregi hafa lítt svarað kostnaði á ofan-
verðum miðöldum; þess vegna leggjast þær niður. Á Is-
landi var miklu feitari gölt að flá. Þar var aðalskreiðarbúr
Englendinga fyrir siðaskipti. Verið getur, að Grænlend-
ingar að Herjólfsnesi og Hvalseyjarfirði hafi átt skreið í
nokkrar skútur og þar hafi Bristolmenn verið að veiðum í
ágúst og fram í september. Einhvern tíma sennilega fyrir
1460 ber þá að strönd Nýfundnalands. Þar er fiskgengd
mikil, en svo fjarlæg mið hafa ekki freistað Englendinga,
that the land could be seen once every seven years" (Williamson,
Í961, 20—21).