Saga - 1965, Side 76
74
BJÖRN SIGFÚSSON
Hvorki skal dylja né harma stórt þann galla, sem verða
vill raunar á fleiri leiðum söguskilnings, að árangur verð-
ur barn síns tíma, nær varla ótímabundnu gildi. Ekki væri
betri sá ótti við grunnfæmina og yfirborðið, að menn
neiti hans vegna að trúa eigin augum og ytri ham þess,
sem þeir sjá gerast, en flýi inn í blekkjandi djúpsæi. Ekki
hygg ég heldur rétt né kleift að fyrirbyggja, að útkoma
úr samjöfnun Islendinga við aðrar þjóðir fyrrum kunni að
verða höfð til þess grunnfærnislega að svara spurn Is-
lendings: Hver er ég og hvernig var í fortíð þjóðmeiður
sá, sem ég er brumknappur á? — Nóg er, að menn viti, að
orðið „ég“ í slíkri spurn er miklu margræðara hugtak
og heild en svo, að þeir geti treyst á, að glögg svör fáist.
Tímaritsgrein þarf að takmarka þröngt. Þó yfirskrift
greinar sé úr frelsissögu, fjallar greinin ekki um stjórn-
skipunarform á síðmiðöldum né mannréttindabaráttu einn-
ar stéttar gegn annarri, og frelsi undan örbirgð þýddi ekki
að nefna á nafn. Þetta og annað í bakgrunni sögu mættu
þó lesendur greinar minnar hafa stundum í huga.
Tímabilið 1262—1550 virðist þorri landsmanna hafa
talið Island frjálst skattland og stjórnskipun þess dágóða,
„svo yfirgang skyldi enginn mann / Islands veita byggð“,
og innlendir formenn þóttu nær jafngöfgir erlendum rík-
mennum, þeir sem „veittu virðum styr / og vörðu lönd
sín þjóðum“ (Vísur Ólafs Tómassonar lögréttumanns,
1532—95). Þótt hins forna þjóðveldis væri saknað af
þeim, sem sögur kunnu, virtist Jónsbók með Gamla sátt-
mála tryggja, þrátt fyrir allt, að gerlegt mundi að rísa
gegn hverjum yfirgangi, sem keyrði úr hófi, og þessa
trygging reyndu menn að sæma frelsisnafni. Það heimtar
hvert hjarta, „því hvað er vort líf, ef það á engan draum?“
— íslandssaga væri ekki svo gjöful sem hún er, ef hún
væri ekki fyllt mótsögnum og spennu, alloft spennu milli
virkileikans og hins umdreymda. Hálfri þriðju öld eftir
setning Gamla sáttmála og fimm öldum eftir að Ólafur
digri bauðst til að vera íslendingum dróttinn og gerði