Saga - 1965, Page 77
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
75
millilandasamning við þá, vildu búandkarlar skilgreina
nokkuð þetta frelsi sitt í Leiðarhólmssamþykkt um ís-
lenzkan rétt. Þá segja þeir réttinn umsamið mál frá dög-
um Ólafs, og síðar (í Gamla s. og Jónsbók) sé hann Guði
játað frelsi oss til handa. Um samning þann 1022—1262
var ritað í Sögu 1964.
Uppreisnarréttur þegna á miðöldum gegn konungi hverj-
um, sem þeir töldu hafa brugðizt föstum heitum, vár
rammasta alvara, ef kraft brast eigi til að fylgja eftir.
Feudalkúguðum þjóðum meginlands var þó til lítils að
efla herflokka á hendur svikulum þjóðhöfðingja, því af-
leiðing gat í mesta lagi orðið kúgaraskipti, ekki nýtt
stjórnarkerfi. Vanþróun á aðli í Sviss og á íslandi olli hag-
stæðari taflstöðu. En einnig í þeim jaðarlöndum menning-
ar var sú skoðun rík eins og með stórþjóðum, að fullkomin
trygging „frelsis" væri engin til nema konungur sá, sem
vekti með árvekni yfir þingfestum lögum þjóðar, vekti
yfir hverri stétt, embættismönnum og jafnvel yfir kirkju-
réttartakmörkununum. Þingbundin konungsstjórn var
þetta ekki í 19. aldar merkingu, en í mörgu þó eðlisskylt
jafnvægisástand konungdæmis. Sárt var þess ástands sakn-
að á 17. öld, því grét Árni lögmaður Oddsson 1662 og grét
raunar aldauða þess frelsishugtaks, sem var 1550 vökvað
höggstokksblóði tveggja af forfeðrum hans — og er enn
ein dýrmætasta tjáning miðaldalegs uppreisnarréttar á
Norðurlöndum.
Þau ein lönd, sem mikla skuld eiga hámiðöldum að
gjalda, verða sambærileg íslenzku ríki eftir 1944. Hámið-
aldir voru um 1050—1280, hér eins og víðast í Evrópu.
Frumeinkennin evrópsku hófust með menntasetrum i
Haukadal, Odda og á Hólum, fjórskiptri tíund, friðaröld
°g ritstörfum, en einna síðastir hámiðaldaviðburðir héi
voru Njála og lögtaka Jónsbókar. Þrátt fyrir fámenni og
tengslin 1262 við annað konungsríki lagði þessi tími ólíkt
styrkari grundvöll en söguöldin heiðna að íslenzku réttar-
Hki, sem nýlendumeðferð Dana 1600—1874 gat ekki um-