Saga - 1965, Page 78
76
BJÖRN SIGFÚSSON
myndað fyrir fullt og allt, meðan íslenzka var töluð, sögur
lesnar og Jónsbók bændum talsvert æðri en Dönsku Lög.
Þetta olli því, að ísland varð aftur sjálfstætt þjóðríki 1918
og 1944. Eftir það reynist hámiðaldaréttur vor sammælan-
legri en fyrr við miðaldarétt ýmissa landa.
Það var sameiginlegt og ekki stakt fyrirbrigði, að smá-
þjóð yrði að lúta stærra ríkis valdi á 14. öld en verið hafði
á tólftu. Tökum nokkur ríki: Búlgaría og Serbía voru
barðar niður 1389, Grikkland nokkru síðar (seinast ríkið
Cýprus, 1489). Bæheimur barðist löngum fyrir sjálfstæði,
og kafli þeirrar sögu var framganga Hússíta eftir 1400,
unz það sjálfstæði féll loks fyrir Habsborgurum og ofur-
efli. Litauen hafði náð feiknavíðáttu á hámiðöldum, en
missti sjálfstæðið 1413 fyrir Póllandskonungi og pólskum
aðli. Hinir þýzku riddarar færðu í ánauð baltneskar smá-
þjóðir. en eftirlétu Dönum þó frá því á 13. öld að telja sér
húsbóndarétt yfir Tallinn og Eistlandi. Sænsk yfirráð yfir
Finnlandsströnd síðan 1249 komu í veg fyrir efling Finna-
ríkis nokkurs þar. Tilraun Hákonar konungs gamla 1263
að rétta við norræna stjórn yfir Mön og Suðureyjum
mistókst. Síðar gengu Orkneyjar einnig undir Skotakon-
ung og misstu þjóðtungu sína. Noregur gekk viljugur
undir stjórn Danadrottningar 1388, og Island fylgdi með.
Þessa upptalning þarf ekki að lengja né fjölyrða um, hve
örðugt mundi að hugsa sér, að ísland hefði fremur en ýmis
hin löndin getað haldið sjálfstæði sínu til nýju aldanna.
Það er varla tilviljun heldur, að sókn Islands til sjálf-
stæðis gat ekki hafizt jafnsnemma hinni norsku, en hins
vegar samtímis sókn ofangreindra þjóða, sem náðu full-
veldi ýmist á s. hl. 19. aldar eða 1918 (og loks ríkið Cýpr-
us). Ekki eru viðburðir álfunnar 1848, 1918 og 1945 nema
hluti af sameiginlegu orsökunum. Annar hluti orsaka felst
í því, að á undan 14. aldar hruni smáríkjanna höfðu þau
mörg, eins og Island, náð því sjálfstæði og hámiðalda-
blómgun, sem skóp þeim frelsisviljann allar stundir síðan,
þó hann bærðist lítt á köflum, einna minnst á 17.—18. öld.