Saga - 1965, Page 79
ÚR FRELSISSÖGU SVISS
77
Ekki er öll samsvörunin sögð með því, þó gert væri
línurit yfir samevrópska smáríkjaefling á 11.—13. öld og
aftur á nýjustu tímum. Getuleysi Islands á 16. öld til að
verða með í framförum álfunnar var a. n. 1. hliðstæða við
getuleysi fleiri illra staddra landa um svipað leyti, einnig
þær voru dæmdar að dragast aftur úr siglingum og fram-
förum og fáeinar þeirra svo mjög, að varla geta þær enn
greitt aðgangseyri sinn að keppnisleikum nútímamenning-
ar á fjölþjóðavettvangi. Hagsöguleg skilgreining íslenzka
drómaskeiðsins 1600—1874 kemst ekki fram hjá því að
kenna það við sömu nýlendupólitík, sem evrópsku siglinga-
veldin ráku þá í fjarlægari álfum, og þar með er hver
hugsanleg samsvörun við nýþróun í Sviss útilokuð, án þess
þetta skaddi samsvörun, sem á miðöldum var, samsvörun
sprottna úr óbrotnum lífsháttum bændasamfélags. Hin
síðari saga vor jaðrar fremur við sögu þróunarlanda, sem
voru að rísa til sjálfstjórnar næstu 20 ár eftir lýðveldis-
stofnun vora 1944. Þau kváðu leita grannt að eldri þján-
ingabræðrum og ungum fordæmum og kynnu að sjá eitt-
hvað þarflegt sér í eymdarferli og viðrétting hólmans við
Dumbshaf norður.
Vel er, að hver trúi um sitt land, að „það líkist engum
löndum“ og þjóðin engri þjóð, „meðfætt eðli“ landsmanna
eða „uppeldi Fjallkonunnar“ geti margoft ráðið úrslitum.
Mér væri nærri sama, þó slík ímyndun fjarlægðist veru-
leikann meira en þetta og draumlyndir menn færu að telja
þjóð sinni til gildis, að hún sé víst sjálfri sér lík allt frá
dögum Herúla, sem hún sé komin af, — eða ef Svisslend-
Ingar þættust enn vera Helvetar þeir, sem uppi voru í
Sviss fyrir 2000 árum. — En þegar draumur, nærður af
kornum sannleiks, fyrirbyggir skilning á því, að hverja
Öld hafa Islendingar hrærzt í evrópskri samtíð sinni, verð-
Ur hann meinlegur. Þjóöarsaga er aldrei sjálfstæð heild
stundu lengur; t. d. er íslandssaga safn af jaðarfyrirbrigö-
stærri lífheildar í Evrópu. Það er þess vegna, sem sam-