Saga - 1965, Qupperneq 80
78
BJÖRN SIGFÚSSON
anburður Islendinga og smárra miðaldaþjóða er ekki ónýtt
viðfangsefni, heldur skylda okkar.
Dautt er dautt, og sagan er ekki upprisa þess. Við ný
og hagstæð skilyrði getur fordæmi þó orkað miklu. 1 stað
þess að orðlengja félagsfræðiskýringar á því má líkja við
ræktun. Jarðvegur, sem eyðzt hafði af kali, þarf eigi að
reynast kalgjarn áfram. Hann elur oft af sér líkan gróður
og forðum, þó fræin séu mörg hver sótt ný til útlanda. Nú-
tímalýðræði er auðræktað, hér sem þjóðveldið lifði. En það
er ræktað af skyldum miðaldafræstofnum, sem eru til af
því, að þeir voru framræktaðir í Bretlandi, Sviss, París
og víðar, en ekki er sú framrækt vorri þjóð að þakka. Ætt-
erni frelsisviljans er hið sama hér og t. d. með 10—20 öðr-
um þjóðum heims undir 5 milljóna stærð, og er hvorki þjóð
né einstaklingi minnkun, að ætterni þetta er ekki séreign.
Gleðin yfir því, sem öðrum tókst, þó Islendingi tækist eigi,
getur vakið í svip þá spurning, „hvort er ég heldur hann,
sem lifir, / eSa hinn sem dó?“ — Eigi vaknar hún síður
við upprifjun þess, hve óskyldir, en svipaðir menn þeir
kunna að hafa verið, Svisslendingur, sem ávann frelsið
niðjum sínum og lifir í því, og Islendingur, sem vildi hið
sama, en hvarf með frelsinu undir hinn græna svörð. Upp-
rifjunin staðfestir, að enn er í gildi vitneskja baráttu-
manna frá 19. öld, að undir þá grænu torfu mætti sækja
vopn, sem umgerð gat varið ryði: „Umgerðin er gódra
drengja hjörtu“
II. EiðbræSrasveitir berjast til varnar frelsisbréfum
frá keisara.
Upphaf sitt miðar Sviss við árið 1291, en raunar liðu
eftir það 60—80 ár, unz meginþorri landsmanna hafðí
bætzt í frumsamtökin og heiti samtakanna, Eiðbræðurnir,
Eidgenossenschaft, fékk landfræðilegt innihald, fór að
tákna svæði eigi síður en mennina. Af héraðsheiti, kantón-