Saga - 1965, Side 83
ÚR FRELSISSÖGU SVISS 81
hásæti keisara, en hásætið var seinna þeirra, 1440—1806,
og í Austurríki var þeirra land 1291—1918.
Skýrt var fram tekið í samningnum 1291, að allir menn
í héruðum þessum mundu greiða landsdrottnum og greif-
um í hendur hverja upphæð, sem greiða bar, og veita þá
hlýðni, sem við átti að sýna yfirvöldum. Ekkert orð skjals-
ins lætur gruna, að menn krefjist þar frelsis, sem þeir hafi
ekki átt fyrr, og hvernig gat þá plagg þetta orðið upphaf
konunglauss ríkis?
Þó Loðinn leppur hefði lifað og verið fenginn af Austur-
ríkishertoga til að gagnrýna skjalið, hefði hann getað þar
síður en á Þingvelli fyrir ellefu árum hrópað þau firn, að
nú gerðu búkarlar sig svo digra, að þeir vildu sjálfir ráða
lögum í landi og skipa þjóðhöfðingjum fyrir. En í Swits
réðu samt búkarlar, yfirlýsing um það fólst milli lína.
Erindrekar frá svissneskættuðum drottnurum eða búrg-
undískum höfðu löngum fært þessum héruðum illa og ærna
reynslu. Það hafði lærzt, að heiðra máttu skálkinn, svo
hann skaði þig ekki. Nýlega hafði Savoyenkonungi orðið
mikið ágengt, er hann eignaðist tilköll Búrgunda til léna
°g fylgdi tilkalli eftir með herafla. Freiburg og Bem voru
®ijög hallar undir hina frönskumælandi herra. Sunnan
Gotthardsskarðs ríkti ítölsk tunga, en tögl og hagldir um
Ticinohérað hafði borgríkið Mílanó, og létu grannamir í
Uri illa yfir því. Þjóðamörk voru hvergi heillegar línur og
glöggar og óhugsandi að njóta þjóðagreiningar í landinu
að efla samheldni til lengdar, gera Sviss að þjóðríkí.
^iklu heldur var um að ræða almúgasamtök gegn misbeit-
Jugu lénsvalda. Eiður þeirra hét ekki miklu nema því að
berjast sem einn maður, ef óvinur (— helzt Austurríkis-
hertogar og skósveinar þeirra) leitaði á. En handan við
stundarátök, sem verða kynnu, setti almúgi traust sitt á
heisarann.
Þjóðvegur keisara milli Þýzkalands og Italíuríkis hans
^ UPP Uridal og yfir St. Gotthardsskarð, þaðan niður Tic-
inohérað í átt til Mílanó. Ef lénsherrar undir keisara höfðu
6