Saga - 1965, Page 84
82
BJÖRN SIGFÚSSON
tök á að veita honum fyrirsát á þeirri leið, var það bráður
háski. Um vináttu Friðreks keisara rauðskeggs á 12. öld
við dalbyggjana skal nú eigi rætt. Sonarsonur hans, Frið-
rik keisari II. (1212—50), var óhræddur við nýjungar, og
keypti sonur hans Uridal undan lénsherra, veitti dalnum
1231 svipað frelsisbréf og verzlunarborgum án lénsherra
voru veitt á þeirri tíð. Urimenn skyldu engan höfðingja
yfir sér hafa nema Þýzkalandskonunginn (— keisarann),
en greiða honum beint eða fógeta hans öll jarðarafgjöld
og skatt, og því hét keisarinn síðan í eitt skipti fyrir öll,
að aldrei skyldi byggðin veðsett neinum né afhent að léni.
Sams konar bréf veitti Friðrik II. 1240 bæði Swits og
Unterwalden að beiðni þeirra, en þau bréf þóttust Habs-
borgarar ekki skyldir að virða neins, hvorki þá né á 14.
öld, því 1240 hafði Friðrik verið undir bannfæringu páf-
ans. Bréfin giltu því aðeins, ef keisarar öftruðu Habsborg-
urum.
Barátta milli Friðriks keisara II. og páfavalds hafði
áhrif í Sviss, sem gætti síðan öldum saman; landið varð
miklu minna páfasinnað en borgir Italíu voru á 13. öld og
tók að nota sér ítalskar hámiðaldafyrirmyndir með allt
öðru móti en grannar gerðu sunnan Alpa á renaissance-
tímum. Á 14. öld, þegar það tvennt kom til, að páfavaldið
varð franskt og barátta hófst milli þýzkra manna og
franskra í Sviss, var enn virk sú erfðavenja að standa oft-
ast þýzka keisarans megin. Og hvort sem keisarar áttu
eins og Friðrik rauðskeggur og Friðrik II. tíðförult og vin-
gott um Gottharðsskarð eða eigi, var þeim bæði uggur og
öfund í skapi, ef dalbyggjar þyrftu að hlýða nokkrum öðr-
um en sjálfum sér og þeim. Aðall var svikulli.
Dýpstu rót hins trygga keisarafylgis í Ölpum þyrfti
raunar að skýra með sögu lengra aftan úr öldum og bera
saman við ísland auk þess. Það er ein af þversögnum mið-
aldasögu, að konungleysi Islands og Alpa spratt vart af
neinu meir en því, hve árátta landsmanna var sterk að
fara langleiðir heiman að til að þjóna konungum og þeim